Innlent

Sænskur kollegi upp­lifði jarð­skjálfta í fyrsta sinn í miðri hjarta­að­gerð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tómas Guðbjartsson slær reglulega á létta strengi á Facebook-síðu sinni. Nú þótti sumum hann fara yfir strikið.
Tómas Guðbjartsson slær reglulega á létta strengi á Facebook-síðu sinni. Nú þótti sumum hann fara yfir strikið.

Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir var í miðri hjartaskurðaðgerð á Landspítalanum þegar jörð tók að skjálfa á höfuðborgarsvæðinu. Upplifunin var einkar sérstök fyrir sænskan lækni sem framkvæmdi aðgerðina ásamt Tómasi en sá hafði aldrei upplifað jarðskjálfta áður.

Frá þessu greinir Tómas á Facebook-síðu sinni í dag. „Í dag fór hjarta sem við vorum búnir að stöðva allt í einu að skjálfa í miðri aðgerð - og reyndar skurðstofan öll og líka við sjálfir,“ segir Tómas.

Jarðskjálftarnir í dag voru enda margir mjög snarpir; sá stærsti 5,7 og sá næststærsti 5,0. Þá mældust tíu yfir 4 að stærð. 

„Þetta voru alvöru skjálftar og á veggjum legudeildarinnar mynduðust myndarlegar sprungur,“ segir Tómas. 

Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni en að klára aðgerðina í „hressilegum eftirskjálftum. “ 

„Fyrir sænskan kollega minn var þetta enn furðulegri upplifun því hann hafði aldrei upplifað jarðskjálfta - hvað þá í miðri hjartaaðgerð!“


Tengdar fréttir

Virknin gæti aukist í kvöld

Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð hafa mælst á Reykjanesskaga í kvöld; sá fyrri 3,4 skömmu fyrir klukkan níu og sá seinni á bilinu 3,1-3,4 um tíuleytið, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum Veðurstofunnar.

Fréttaauki frá Grindavík: „Við vitum að það mun gjósa hérna“

Grindvíkingar voru uggandi í dag vegna linnulausra jarðskjálfta sem dundu yfir Reykjanesskaga. Kristján Már Unnarsson fréttamaður varði deginum í Grindavík; ræddi við heimamenn og fór yfir stöðu mála í sérstökum fréttaauka sem sýndur var að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×