Hér má sjá lagið sem Sóley flutti á meðan jarðskjálftinn reið yfir. Um 50 sekúndur voru liðnar af laginu þegar það gerðist.
Af ummælum við tónleikana að dæma, sem sendir voru út í beinni á Livestream, var fólk víða um heim að hlusta á tónleikana enda á Sóley aðdáendur víða. Þegar tæpar 29 mínútur voru liðnar af útsendingunni reið jarðskjálfti yfir.
Hljóðfæraleikararnir hættu að spila í skamma stund og Sóley útskýrði yfirveguð fyrir áhorfendum að um jarðskjálfta væri að ræða.
„Þetta er móðir jörð, sem platan okkar fjallar einmitt um. Guð minn góður,“ sagði Sóley.
„Aftur að tónlistinni,“ sagði Sóley og hló. „Djöfull er þetta klikkað land.“
Brotið má sjá að neðan.
Tónleikana í heild má sjá hér.