Flagga í hálfa stöng við bandaríska sendiráðið Eiður Þór Árnason skrifar 23. febrúar 2021 16:29 Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað öllum erlendum sendiráðum að flagga fánanum í hálfa stöng fram á föstudag. Bandaríska sendiráðið Bandaríska fánanum hefur verið flaggað í hálfa stöng við bandaríska sendiráðið hér á landi til að minnast þeirra 500 þúsund einstaklinga sem hafa látist í Bandaríkjunum vegna Covid-19. Hvergi í heiminum eru fleiri skráð dauðsföll af völdum sjúkdómsins og ávarpaði Joe Biden Bandaríkjaforseti þjóð sína í gær í tilefni af þessum sorglega áfanga. Hefur faraldurinn þar með lagt fleiri Bandaríkjamenn að velli en báðar heimsstyrjaldirnar og Víetnamstríðið til samans. Vegna þessa fyrirskipaði Biden að bandaríski fáninn yrði hífður í hálfa stöng fram til sólseturs á föstudag við allar opinberar byggingar, þar með talið erlend sendiráð og herstöðvar. Rúmlega 28 milljónir manna hafa nú smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum og er það sömuleiðis hærri tala en í nokkru öðru ríki. Biden bað fólk í gær um að nýta stundina til að minnast þeirra sem látist hafa í faraldrinum og var höfð mínútu þögn á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið. Þá hvatti forsetinn landsmenn til að snúa bökum saman í baráttunni við veiruna. Birtu táknræna forsíðu Stórblaðið New York Times minntist áfangans á sunnudag með því að birta hálfa milljón svartra punkta á forsíðu sinni sem tákn fyrir hvern þann sem látið hefur lífið af völdum Covid-19 í landinu. Rétt um ár er síðan fyrsta andlátið var staðfest í Bandaríkjunum. Þann 24. maí í fyrra birti New York Times lista með nöfnum hluta þeirra Bandaríkjamanna sem höfðu týnt lífinu af völdum sjúkdómsins. Þótt þeim hafi farið fækkandi sem greinast með veiruna á degi hverjum í Bandaríkjunum og nú horfi á margan hátt til betri vegar með tilkomu bóluefna eru þó vaxandi áhyggjur uppi vegna nýrra afbrigða veirunnar. Our flag flies at half-staff to honor the more than 500,000 Americans lost to COVID-19. Proclamation by President Joe Biden: https://bitly.com/37DtYnhPosted by US Embassy Reykjavik Iceland on Tuesday, February 23, 2021 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden minntist þeirra sem hafa látist í faraldrinum Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi í tilefni af þeim sorglega áfanga að nú hafa 500 þúsund Bandaríkjamenn dáið af völdum Covid-19, fleiri en í nokkru öðru landi. 23. febrúar 2021 06:49 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira
Hvergi í heiminum eru fleiri skráð dauðsföll af völdum sjúkdómsins og ávarpaði Joe Biden Bandaríkjaforseti þjóð sína í gær í tilefni af þessum sorglega áfanga. Hefur faraldurinn þar með lagt fleiri Bandaríkjamenn að velli en báðar heimsstyrjaldirnar og Víetnamstríðið til samans. Vegna þessa fyrirskipaði Biden að bandaríski fáninn yrði hífður í hálfa stöng fram til sólseturs á föstudag við allar opinberar byggingar, þar með talið erlend sendiráð og herstöðvar. Rúmlega 28 milljónir manna hafa nú smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum og er það sömuleiðis hærri tala en í nokkru öðru ríki. Biden bað fólk í gær um að nýta stundina til að minnast þeirra sem látist hafa í faraldrinum og var höfð mínútu þögn á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið. Þá hvatti forsetinn landsmenn til að snúa bökum saman í baráttunni við veiruna. Birtu táknræna forsíðu Stórblaðið New York Times minntist áfangans á sunnudag með því að birta hálfa milljón svartra punkta á forsíðu sinni sem tákn fyrir hvern þann sem látið hefur lífið af völdum Covid-19 í landinu. Rétt um ár er síðan fyrsta andlátið var staðfest í Bandaríkjunum. Þann 24. maí í fyrra birti New York Times lista með nöfnum hluta þeirra Bandaríkjamanna sem höfðu týnt lífinu af völdum sjúkdómsins. Þótt þeim hafi farið fækkandi sem greinast með veiruna á degi hverjum í Bandaríkjunum og nú horfi á margan hátt til betri vegar með tilkomu bóluefna eru þó vaxandi áhyggjur uppi vegna nýrra afbrigða veirunnar. Our flag flies at half-staff to honor the more than 500,000 Americans lost to COVID-19. Proclamation by President Joe Biden: https://bitly.com/37DtYnhPosted by US Embassy Reykjavik Iceland on Tuesday, February 23, 2021
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden minntist þeirra sem hafa látist í faraldrinum Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi í tilefni af þeim sorglega áfanga að nú hafa 500 þúsund Bandaríkjamenn dáið af völdum Covid-19, fleiri en í nokkru öðru landi. 23. febrúar 2021 06:49 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira
Biden minntist þeirra sem hafa látist í faraldrinum Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi í tilefni af þeim sorglega áfanga að nú hafa 500 þúsund Bandaríkjamenn dáið af völdum Covid-19, fleiri en í nokkru öðru landi. 23. febrúar 2021 06:49