Innlent

Bein út­sending: Hvernig þjónum við veg­far­endum á veturna?

Atli Ísleifsson skrifar
Atvinnusókn á landsbyggðinni hefur breyst og fólk sækir í meiri mæli vinnu milli bæjarfélaga. Þessi samfélagsbreyting kallar á aukna þjónustu við vegakerfið.
Atvinnusókn á landsbyggðinni hefur breyst og fólk sækir í meiri mæli vinnu milli bæjarfélaga. Þessi samfélagsbreyting kallar á aukna þjónustu við vegakerfið. Vegagerðin

Fjallað verður um vetrarþjónustu á þjóðvegum landsins frá ýmsum hliðum á morgunfundi Vegagerðarinnar sem haldinn verður í streymi og stendur milli 9:00 og 10:15.

Hægt verður á fylgjast með fundinum í streymi í spilaranum að neðan, en í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að stöðugt sé kallað eftir aukinni þjónustu við vegakerfið að vetri.

„Atvinnusókn á landsbyggðinni hefur breyst og fólk sækir í meiri mæli vinnu milli bæjarfélaga. Þessi samfélagsbreyting kallar á aukna þjónustu við vegakerfið. Miklu skiptir einnig að afurðir og vörur komist klakklaust milli landshluta, þrátt fyrir hálku og fannfergi.

Vegagerðin sinnir vetrarþjónustu á stórum hluta vegakerfis landsins utan þéttbýlis. Þessum morgunfundi er ætlað að útskýra hvernig vetrarþjónustan fer fram og fá fram fleiri sjónarmið á þá þörf sem er fyrir vetrarþjónustu í þjóðfélaginu,“ segir í tilkynningunni, en hægt verður að spyrja spurninga í gegnum síðuna Sli.do með því að slá inn kóðanum #vetur.

Dagskrá

  • Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar – hvernig er hún ákveðin? Einar Pálsson forstöðumaður á þjónustusviði Vegagerðarinnar.
  • Framkvæmd vetrarþjónustu – vöktun og eftirlit. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar
  • Þróun vetrarumferðar á Íslandi. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri á umferðardeild Vegagerðarinnar
  • Lífæð landsbyggðarinnar – áætlunarflutningar og vegakerfið. Böðvar Örn Kristinsson, forstöðumaður innanlandsflutninga Flytjanda.
  • Vetrarþjónusta – einn þáttur samgönguöryggis. Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við Háskólann á Akureyri, og Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.