Sigurbjörn Árni ætlar sér að sigrast á krabbameininu Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2021 23:00 Sigurbjörn Árni segist stefna á að komast í hóp þeirra sem losna við krabbameinið. Hann ætli að halda sér jákvæðum í gegnum ferlið. Facebook Skólameistarinn og íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með fjórða stigs sortuæxli á miðvikudaginn og hefur hafið lyfjameðferð. Hann segist stefna á að komast í hóp þeirra sem losna við meinið og segir óþarfi að fólk drífi sig í heimsókn þar sem hann telji ólíklegt að hann deyi á næstunni. Sigurbjörn greinir frá krabbameininu á Facebook í kvöld þar sem hann segir nokkur stór æxli vera í vinstra lunga, á báðum nýrnahettum, milli miltas og maga og við hægra nýra. Þá séu einnig minni æxli eða hnútar á víð og dreif í líkamanum og lítið æxli í hægra heilahveli. „Þið skulið ekkert vera að gúgla fjórða stigs sortuæxli, ykkur mun ekki líða betur,“ skrifar Sigurbjörn Árni, sem fyrir löngu er orðinn þjóðþekktur fyrir lifandi lýsingar sínar frá keppni í frjálsum íþróttum hér heima sem erlendis. Notast er við líftæknilyf í lyfjameðferðinni sem eiga að hafa litlar aukaverkanir. Hann býst því ekki við því að líða mjög illa og sér hvorki fram á að missa hárið né léttast. „Sem var nú sennilega það eina jákvæða sem gat gerst í stöðunni,“ skrifar hann. Aldrei verið meðalmaður „Ég fékk í gær lyf sem heitir Nivolumab og í dag fékk ég Ipilimumab og mun fá þessi lyf á þriggja vikna frest 3-4 sinnum í viðbót. Þá verða teknar myndir til að sjá hvort þau hafi áhrif. Samkvæmt fræðunum eru miðgilidsáhrif þessara lyfja saman þau að krabbameinið versnar ekki í 11,5 mánuði (helmingi fólks versnar fyrr og helmingi síðar)“ skrifar Sigurbjörn en bætir við að hann hafi aldrei verið neinn meðalmaður. Virki lyfin muni hann fá þau á tveggja til fjögurra vikna fresti. Hann kveðst ætla sér að sigrast á meininu, enda séu dæmi um að krabbameinið hverfi með þessari lyfjameðferð. Sjálfur hafi hann rætt við mann sem fékk sömu lyf við greiningu árið 2019 og krabbameinið sé gott sem horfið hjá honum. Hann stefni í sama hóp. Þrátt fyrir að veikindin séu alvarleg segist Sigurbjörn ekki upplifa sig mjög veikan. Hann finni ekki fyrir krabbameininu fyrir utan þrálátan magaverk frá áramótum. „Ég held að það sé afar ólíklegt að ég deyi á næstunni þannig að þið þurfið ekkert að drífa ykkur í heimsókn.“ Hann segir algjöra óþarfi að fólk vorkenni sér, frekar vilji hann góðar hugsanir og jákvæða strauma. Sjálfur þurfi hann að nýta alla sína orku í að halda sér jákvæðum og megi ekki við því að stappa stálinu í aðra. „Að öðru leiti er ég bara góður og elska ykkur öll. Gleðilegan flöskudag.“ Frjálsar íþróttir Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sigurbjörn greinir frá krabbameininu á Facebook í kvöld þar sem hann segir nokkur stór æxli vera í vinstra lunga, á báðum nýrnahettum, milli miltas og maga og við hægra nýra. Þá séu einnig minni æxli eða hnútar á víð og dreif í líkamanum og lítið æxli í hægra heilahveli. „Þið skulið ekkert vera að gúgla fjórða stigs sortuæxli, ykkur mun ekki líða betur,“ skrifar Sigurbjörn Árni, sem fyrir löngu er orðinn þjóðþekktur fyrir lifandi lýsingar sínar frá keppni í frjálsum íþróttum hér heima sem erlendis. Notast er við líftæknilyf í lyfjameðferðinni sem eiga að hafa litlar aukaverkanir. Hann býst því ekki við því að líða mjög illa og sér hvorki fram á að missa hárið né léttast. „Sem var nú sennilega það eina jákvæða sem gat gerst í stöðunni,“ skrifar hann. Aldrei verið meðalmaður „Ég fékk í gær lyf sem heitir Nivolumab og í dag fékk ég Ipilimumab og mun fá þessi lyf á þriggja vikna frest 3-4 sinnum í viðbót. Þá verða teknar myndir til að sjá hvort þau hafi áhrif. Samkvæmt fræðunum eru miðgilidsáhrif þessara lyfja saman þau að krabbameinið versnar ekki í 11,5 mánuði (helmingi fólks versnar fyrr og helmingi síðar)“ skrifar Sigurbjörn en bætir við að hann hafi aldrei verið neinn meðalmaður. Virki lyfin muni hann fá þau á tveggja til fjögurra vikna fresti. Hann kveðst ætla sér að sigrast á meininu, enda séu dæmi um að krabbameinið hverfi með þessari lyfjameðferð. Sjálfur hafi hann rætt við mann sem fékk sömu lyf við greiningu árið 2019 og krabbameinið sé gott sem horfið hjá honum. Hann stefni í sama hóp. Þrátt fyrir að veikindin séu alvarleg segist Sigurbjörn ekki upplifa sig mjög veikan. Hann finni ekki fyrir krabbameininu fyrir utan þrálátan magaverk frá áramótum. „Ég held að það sé afar ólíklegt að ég deyi á næstunni þannig að þið þurfið ekkert að drífa ykkur í heimsókn.“ Hann segir algjöra óþarfi að fólk vorkenni sér, frekar vilji hann góðar hugsanir og jákvæða strauma. Sjálfur þurfi hann að nýta alla sína orku í að halda sér jákvæðum og megi ekki við því að stappa stálinu í aðra. „Að öðru leiti er ég bara góður og elska ykkur öll. Gleðilegan flöskudag.“
Frjálsar íþróttir Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira