Farbann meints barnaníðings staðfest Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2021 15:42 Rannsókn málsins er hraðað sem kostur er. vísir/vilhelm Erlendur ríkisborgari hefur verið kyrrsettur á Íslandi til fimmtudags 6. maí á þessu ári vegna gruns um kynferðisbrots gegn barni. Maðurinn vildi ekki una dómi héraðsdóms sem féll á þessa leið en Landsréttur staðfesti hann hins vegar á þriðjudaginn. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari en hafi starfað á landinu frá árinu 2008. Samkvæmt framburði hans hjá lögreglu á hann kærustu og hafi hugsað sér að vera hér á landi í tvö ár til viðbótar. Landsréttur metur það svo að tengsl mannsins við landið séu takmörkuð og megi ætla að hann vilji koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar verði honum ekki gert að sæta farbanni. Hellti áfengi í stúlkuna og misnotaði Í úrskurði Héraðsdóms frá 11. febrúar 2021 kemur fram að brotaþoli, sem er stúlka, hafi ásamt foreldrum tilkynnt um brot gegn henni. Brotið mun hafa átt sér stað 5. janúar síðastliðinn. Í framburði hjá lögreglu greindi barnið frá því að hún hafi átt í talsverðum samskiptum við manninn í síma og á samfélagsmiðlum. Hann bauð henni heim til sín 4. janúar, gefið henni áfengi og reynt að kyssa hana, nokkuð sem hún vildi ekki. Þá bað hann stúlkuna um nektarmyndir af henni sem hún hafnaði. Næsta dag bauð hann henni aftur heim til sín sem hún þáði. Við það tækifæri gaf hann henni bjór, hellti ítrekað í glas hennar. Svo vitnað sé beint í dóm úrskurð héraðsdóms: „Þá hafi hann brotið á henni kynferðislega með því að hafa við hana munnmök, beðið hana um að hafa munnmök við sig, fróað sér yfir hana og loks haft við hana samfarir þar sem hann notaði smokk.“ Kvaðst ekki hafa vitað að stúlkan væri þetta gömul Foreldrar báru að brotaþoli hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis þegar hún var sótt utandyra eftir að hafa verið þar. Næsta dag lýsti hún atburðum fyrir foreldrum. Foreldrarnir höfðu þá samband við manninn sem reifst og þrætti fyrir en viðurkenndi þó við það tækifæri að þekkja stúlkuna. Lögregla fór á vettvang og fann þar meðal annars smokk í rusli hússins og bjórdósir í herbergi hans. Þar voru einnig handlagðir aðrir munir svo sem fartölva og farsími. Kærði játaði að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við brotaþola en þvertók fyrir að hafa brotið á stúlkunni og sagðist ekki hafa vitað hversu gömul hún er. Í dómnum hefur verið strikað yfir umræddan aldur. Málið er til rannsóknar og verður þeirri rannsókn hraðað sem kostur er. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Maðurinn vildi ekki una dómi héraðsdóms sem féll á þessa leið en Landsréttur staðfesti hann hins vegar á þriðjudaginn. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari en hafi starfað á landinu frá árinu 2008. Samkvæmt framburði hans hjá lögreglu á hann kærustu og hafi hugsað sér að vera hér á landi í tvö ár til viðbótar. Landsréttur metur það svo að tengsl mannsins við landið séu takmörkuð og megi ætla að hann vilji koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar verði honum ekki gert að sæta farbanni. Hellti áfengi í stúlkuna og misnotaði Í úrskurði Héraðsdóms frá 11. febrúar 2021 kemur fram að brotaþoli, sem er stúlka, hafi ásamt foreldrum tilkynnt um brot gegn henni. Brotið mun hafa átt sér stað 5. janúar síðastliðinn. Í framburði hjá lögreglu greindi barnið frá því að hún hafi átt í talsverðum samskiptum við manninn í síma og á samfélagsmiðlum. Hann bauð henni heim til sín 4. janúar, gefið henni áfengi og reynt að kyssa hana, nokkuð sem hún vildi ekki. Þá bað hann stúlkuna um nektarmyndir af henni sem hún hafnaði. Næsta dag bauð hann henni aftur heim til sín sem hún þáði. Við það tækifæri gaf hann henni bjór, hellti ítrekað í glas hennar. Svo vitnað sé beint í dóm úrskurð héraðsdóms: „Þá hafi hann brotið á henni kynferðislega með því að hafa við hana munnmök, beðið hana um að hafa munnmök við sig, fróað sér yfir hana og loks haft við hana samfarir þar sem hann notaði smokk.“ Kvaðst ekki hafa vitað að stúlkan væri þetta gömul Foreldrar báru að brotaþoli hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis þegar hún var sótt utandyra eftir að hafa verið þar. Næsta dag lýsti hún atburðum fyrir foreldrum. Foreldrarnir höfðu þá samband við manninn sem reifst og þrætti fyrir en viðurkenndi þó við það tækifæri að þekkja stúlkuna. Lögregla fór á vettvang og fann þar meðal annars smokk í rusli hússins og bjórdósir í herbergi hans. Þar voru einnig handlagðir aðrir munir svo sem fartölva og farsími. Kærði játaði að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við brotaþola en þvertók fyrir að hafa brotið á stúlkunni og sagðist ekki hafa vitað hversu gömul hún er. Í dómnum hefur verið strikað yfir umræddan aldur. Málið er til rannsóknar og verður þeirri rannsókn hraðað sem kostur er.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent