Lífið

Steindi og Sigrún selja raðhúsið í Mosó

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steindi og Sigrún eiga saman tvær stelpur. 
Steindi og Sigrún eiga saman tvær stelpur. 

„Jæja, þá er elsku Víðiteigurinn farinn á sölu. Ég mun kveðja þetta hús með miklum söknuði, hér hefur verið yndislegt að búa síðustu ár en kominn tími til að stækka við sig þar sem Sigrún hættir ekki að væla um fleiri krakka (djók, við erum hætt) við lofuðum nágrönnum okkar að aðeins gott fólk kæmi til greina. Það er best að búa í Mosó,“ skrifar Steinþór Hróar Steinþórsson en hann og Sigrún Sig hafa sett raðhús sitt á sölu í Mosfellsbænum.

Um er að ræða 110 fermetra hús sem byggt var árið 1986. Þar eru þrjú svefnherbergi og fallegur pallur í garðinum.

Ásett verð er 59,9 milljónir. Í risinum má sjá frægu tölvuleikjaaðstöðu Steinda en þar spilar hann alltaf í beinni í þáttunum Rauðvín og klakar.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Pallurinn einstaklega flottur. 
Setustofan falleg og sólstofa fyrir aftan. 
Fallegt og vel með farið eldhús.
Bjart og opið hjónaherbergi hjá Steind og Sigrúnu.
Tölvuleikjaðstaða Steinda. Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.