Innlent

Bein út­sending: Út­rýmum bið­listum - Látum þjónustuna vera leiðar­stefið

Atli Ísleifsson skrifar
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, fær til sín gesti á fundinum.
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, fær til sín gesti á fundinum. Vísir/Vilhelm

Opinn fundur Viðreisnar um biðlistavandann innan heilbrigðiskerfisins fer fram í hádeginu í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan.

Í tilkynningu frá flokknum segir að fjallað verði um nauðsyn þess að þjónustan við fólk sé sett í forgang.

„Hvort sem það snýr að sálfræðiþjónustu, dvöl á hjúkrunarheimilum eða mikilvægum aðgerðum á borð við liðskiptiaðgerðir þá er það biðin eftir þjónustu sem á einna stærstan þátt í að auka vanda og þjáningu fólks. Hvað veldur og hvað er hægt að gera?

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, fær til sín góða gesti þá Gísla Pál Pálsson, formann Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóra Grundarheimilanna, og Tryggva Guðjón Ingason, formann Sálfræðingafélags Íslands. Hún mun ræða stöðuna við þá og sýna myndbrot með reynslusögum fólks úr kerfinu.

Fundurinn hefst klukkan 12:00 og stendur í 45 mínútur,“ segir í tilkynningunni.

Hægt verður að fylgjast með fundinum að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×