„Fólk á eftir að missa andlitið oftar en einu sinni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2021 12:31 Sigrún Ósk fer að stað með nýja þáttaröð af Leitin af upprunanum. Mynd/ Baldur Kristjánsson „Eðli málsins samkvæmt þá gátum við ekki þvælst um allan heim á síðasta ári frekar en aðrir. Það gaf okkur hins vegar tækifæri til að fara í vinnslu á þáttaröð sem hefur verið á hugmyndaborðinu í þónokkurn tíma, það er að heimsækja valda viðmælendur aftur til að forvitnast um hvernig allt hefur gengið frá því við sáum þá síðast á skjánum,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fer af stað með nýja þáttaröð af Leitin af upprunanum á sunnudagskvöldið á Stöð 2. „Ég fæ nefnilega reglulega spurningar sem snúa að því og ég veit að marga langar að vita hvað er að frétta, hvort þetta fólk heldur sambandi við ættingja sína, hvort það er að aðstoða þá fjárhagslega og svo framvegis. Ég lofa því að margt mun koma á óvart í þeirri upprifjun. Inn í þetta ákváðum við að blanda sögum af fólki sem sat heima, horfði á þættina og ákvað að fara sjálft af stað í upprunaleit. Það eru nefnilega til ansi margar slíkar sögur sem hafa ekki verið sagðar opinberlega. Stórmerkilegar sögur sem ég er mjög upp með mér að fá að segja.“ Sigrún segir að líklega hafi mesta áskorunin að velja fólk til að hitta aftur. „Dálítið eins og að gera upp á milli barnanna sinna. En ég á þá bara inni að hitta restina af hópnum einhvern tímann seinna.“ Sögurnar í þáttunum hafa oftar en ekki verið alveg hreint magnaðar og skilja áhorfendur stundum eftir í tárum. Heimurinn verður lítill „Fólk á eftir að missa andlitið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar við að horfa á þessa þáttaröð. Margar þessar frásagnir eru lyginni líkastar, það virðist hreinlega fylgja þessum þáttum. Heimurinn verður svo undarlega lítill og svo margt sem virðist hreinlega skrifað í skýin.“ Í fyrsta þættinum sem er á dagskrá á sunnudag hittir Sigrún Brynju Dan. „Hún var í allra fyrsta þættinum sem var sýndur fyrir tæpum fimm árum og þar er mjög margt að frétta. Það er gaman að geta tengt sögu hennar við Söru Benediktsdóttur, sem er fædd 1985 og ættleidd frá Sri Lanka, nákvæmlega eins og Brynja. Hún horfði á þáttinn hennar Brynju og það leið ekki sólarhringur þar til hún var búin að setja allt á fullt í sinni eigin upprunaleit. Svo verður fólk bara að horfa til að fá að vita meira um hvernig það fór.“ Fyrsti þátturinn er klukkan 19:05 en hægt er að horfa á alla þættina af Leitin af upprunanum á Stöð 2+. Leitin að upprunanum Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
„Ég fæ nefnilega reglulega spurningar sem snúa að því og ég veit að marga langar að vita hvað er að frétta, hvort þetta fólk heldur sambandi við ættingja sína, hvort það er að aðstoða þá fjárhagslega og svo framvegis. Ég lofa því að margt mun koma á óvart í þeirri upprifjun. Inn í þetta ákváðum við að blanda sögum af fólki sem sat heima, horfði á þættina og ákvað að fara sjálft af stað í upprunaleit. Það eru nefnilega til ansi margar slíkar sögur sem hafa ekki verið sagðar opinberlega. Stórmerkilegar sögur sem ég er mjög upp með mér að fá að segja.“ Sigrún segir að líklega hafi mesta áskorunin að velja fólk til að hitta aftur. „Dálítið eins og að gera upp á milli barnanna sinna. En ég á þá bara inni að hitta restina af hópnum einhvern tímann seinna.“ Sögurnar í þáttunum hafa oftar en ekki verið alveg hreint magnaðar og skilja áhorfendur stundum eftir í tárum. Heimurinn verður lítill „Fólk á eftir að missa andlitið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar við að horfa á þessa þáttaröð. Margar þessar frásagnir eru lyginni líkastar, það virðist hreinlega fylgja þessum þáttum. Heimurinn verður svo undarlega lítill og svo margt sem virðist hreinlega skrifað í skýin.“ Í fyrsta þættinum sem er á dagskrá á sunnudag hittir Sigrún Brynju Dan. „Hún var í allra fyrsta þættinum sem var sýndur fyrir tæpum fimm árum og þar er mjög margt að frétta. Það er gaman að geta tengt sögu hennar við Söru Benediktsdóttur, sem er fædd 1985 og ættleidd frá Sri Lanka, nákvæmlega eins og Brynja. Hún horfði á þáttinn hennar Brynju og það leið ekki sólarhringur þar til hún var búin að setja allt á fullt í sinni eigin upprunaleit. Svo verður fólk bara að horfa til að fá að vita meira um hvernig það fór.“ Fyrsti þátturinn er klukkan 19:05 en hægt er að horfa á alla þættina af Leitin af upprunanum á Stöð 2+.
Leitin að upprunanum Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira