Misjafnt hvort atvinnulausir og öryrkjar greiði lægri leikskólagjöld Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2021 21:42 Mikill munur er á leikskólagjöldum milli sveitarfélaga. Vísir/vilhelm Akureyri og Garðabær eru einu sveitarfélögin sem bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir atvinnulausa af þeim fimmtán sveitarfélögum sem úttekt verðlagseftirlits ASÍ náði til. Ekkert þeirra sveitarfélaga er með lægri skóladagvistunargjöld fyrir atvinnulausa en í Hafnarfirði og Mosfellsbæ eru afslættir af leikskólagjöldum reiknaðir út frá tekjuviðmiðum og geta atvinnulausir fallið undir þau viðmið. Þetta kemur fram í samantekt ASÍ á leikskólagjöldum og gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat. Þar segir að öll fimmtán sveitarfélögin bjóði upp á lægri leikskólagjöld fyrir forgangshópa en einungis fjögur þeirra bjóði upp á lægri gjöld fyrir skóladagvistun eða frístund. Forgangshópar greiða því í flestum tilfellum sömu gjöld og aðrir þegar börnin eru komin í grunnskóla. Einungis er boðið upp á lægri skóladagvistunargjöld fyrir forgangshópa í Kópavogi, Garðabæ, Akranesi og Seltjarnarnesi. Ólíkir forgangshópar hjá sveitarfélögunum Mjög misjafnt er hverjir tilheyra forgangshópum hjá sveitarfélögunum og greiða lægri gjöld. Algengast er að einstæðir foreldrar og námsmenn greiði lægri leikskólagjöld en fá sveitarfélög bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir öryrkja og atvinnulausa, að sögn verðlagseftirlits ASÍ. „Hafa ber í huga að þrátt fyrir að sum sveitarfélög séu með afslætti fyrir forgangshópa en önnur ekki þýðir það ekki endilega að gjöldin séu lægri í sveitarfélögunum sem bjóða upp á afslætti,“ segir í greiningu verðlagseftirlitsins en gjöld fyrir forgangshópa í sumum sveitarfélögum geta til að mynda verið hærri en almenn gjöld í öðrum. Í töflunni fyrir neðan má sjá hvaða hópar fá afslætti af leikskólagjöldum hjá sveitarfélögunum og hversu háir þeir eru en nánar má lesa um úttektina á vef ASÍ. Neytendur Börn og uppeldi Leikskólar Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt ASÍ á leikskólagjöldum og gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat. Þar segir að öll fimmtán sveitarfélögin bjóði upp á lægri leikskólagjöld fyrir forgangshópa en einungis fjögur þeirra bjóði upp á lægri gjöld fyrir skóladagvistun eða frístund. Forgangshópar greiða því í flestum tilfellum sömu gjöld og aðrir þegar börnin eru komin í grunnskóla. Einungis er boðið upp á lægri skóladagvistunargjöld fyrir forgangshópa í Kópavogi, Garðabæ, Akranesi og Seltjarnarnesi. Ólíkir forgangshópar hjá sveitarfélögunum Mjög misjafnt er hverjir tilheyra forgangshópum hjá sveitarfélögunum og greiða lægri gjöld. Algengast er að einstæðir foreldrar og námsmenn greiði lægri leikskólagjöld en fá sveitarfélög bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir öryrkja og atvinnulausa, að sögn verðlagseftirlits ASÍ. „Hafa ber í huga að þrátt fyrir að sum sveitarfélög séu með afslætti fyrir forgangshópa en önnur ekki þýðir það ekki endilega að gjöldin séu lægri í sveitarfélögunum sem bjóða upp á afslætti,“ segir í greiningu verðlagseftirlitsins en gjöld fyrir forgangshópa í sumum sveitarfélögum geta til að mynda verið hærri en almenn gjöld í öðrum. Í töflunni fyrir neðan má sjá hvaða hópar fá afslætti af leikskólagjöldum hjá sveitarfélögunum og hversu háir þeir eru en nánar má lesa um úttektina á vef ASÍ.
Neytendur Börn og uppeldi Leikskólar Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira