Innlent

Breyta fyrir­komu­lagi upp­lýsinga­funda og þakka sam­stöðu þjóðarinnar

Eiður Þór Árnason skrifar
Svona mun aðstaðan líta út á upplýsingafundinum á morgun. 
Svona mun aðstaðan líta út á upplýsingafundinum á morgun.  Lögreglan

Frá því í október hefur fréttamönnum verið óheimilt að vera viðstaddir upplýsingafundi almannavarna og landlæknis af sóttvarnarástæðum og í stað þess tekið þátt í fundunum í gegnum fjarfundarbúnað.

Frá og með morgundeginum verður breyting þar á og fjölmiðlafólki aftur boðið að mæta upp í Katrínartún í Reykjavík og berja þríeykið augum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Þar segir að margt hafi breyst frá 12. október þegar svokölluð þriðja bylgja faraldursins var nýhafin og búið að hækka almannavarnastig í neyðarstig. 

„Núna, fjórum mánuðum og fimm dögum seinna er staðan í baráttunni við COVID-19 hér á landi miklu betri. Smit á Íslandi eru í lágmarki og má það þakka samstöðu þjóðarinnar.“

Dyggir áhorfendur upplýsingafunda almannavarna og landlæknis hafa þurft að venjast því að horfa á fréttamenn senda út frá heimilum sínum og vinnustöðum. Skjáskot

Upplýsingafundirnir verða áfram haldnir tvisvar í viku og er fundurinn á morgun sá 164. í röðinni. Áfram verður gætt að einstaklingsbundnum sóttvörnum á fundunum og hugað að grímunotkun, 20 manna fjöldamörkum og fjarlægðarreglu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.