Innlent

Skráðum kynferðisbrotum fjölgar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fjölgun á skráðum kynferðisbrotum má einna helst rekja til aðgerða lögreglu í málum tengdum vændi.
Fjölgun á skráðum kynferðisbrotum má einna helst rekja til aðgerða lögreglu í málum tengdum vændi. Vísir/Vilhelm

Skráðum hengingarlagabrotum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði milli mánaða í janúar en þau voru 666. Það sem af er ári hafa borist um sex prósent færri tilkynningar um hegningarlagabrot en bárust að meðaltali á sama tímabili þrjú ár á undan.

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Alls bárust 226 tilkynningar um þjófnaði og 62 tilkynningar um innbrot. Þá voru skráðar 106 tilkynningar um ofbeldisbrot og er um að ræða fjölgun milli mánaða. Fimm tilvik voru skráð þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi.

Lögreglu bárust 30 tilkynningar um kynferðisbrot sem áttu sér stað í janúar, sem er átján prósent aukning samanborið við sama tímabil þrjú ár á undan. Þá voru 68 kynferðisbrot skráð í janúar en um er að ræða meira en 100 prósent aukningu miðað við meðaltal síðustu sex og tólf mánaða á undan.

Þess ber að geta að í janúar 2020 voru 26 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu, 47 árið 2019 og 32 árið 2018.

Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði einnig en þær voru 75. Þá fjölgaði einnig beiðnum um leit að börnum og ungmennum en þær voru 24 í janúar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×