Lífið

Stór­feng­legt út­sýni úr pent­hou­se íbúð í Sala­hverfinu sem fæst fyrir 118 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heitur pottur og 200 fm svalir. 
Heitur pottur og 200 fm svalir. 

Í Kópavoginum er til sölu einstök íbúð á efstu hæð í Salahverfinu. Um er að ræða 221 fermetra penthouse íbúð við Rjúpnasalir en svalirnar ná nánast í kringum alla íbúðina og er því útsýnið algjörlega magnað af 15. hæð.

Húsið var byggt árið 2003 en ásett verð er 117,9 milljónir. Fasteignamatið mun vera 93 milljónir.

Alls eru þrjú svefnherbergi og eru svalirnar yfir tvo hundruð fermetrar að stærð.

Útsýnið frá þeim er til austurs, suðurs, og vesturs.

Svalirnar eru upphitaðar að meiri hluta og hefur verið komið fyrir heitum potti með yfirbyggðri kúlu úr plexigleri.

Hér að neðan má sjá myndir úr eigninni.

Fallegur pottur og vont veður skemmir ekkert upplifunina. 
Innréttingarnar líklega frá árinu 2003 en eru smekklegar. 
Borðstofan og eldhúsið í einu opnu rými.
Gengið er inn í skemmtilega setustofu frá frá eldhúsinu.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.