Tveggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut rétt við Smáralind nú á tíunda tímanum. Tveir voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar en meiðsl þeirra eru talin minniháttar, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Einhverjar umferðartafir hafa orðið vegna óhappsins en það varð þó sem betur fer ekki á álagstíma, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu.
Dælubíll var sendur á staðinn til að tryggja vettvang. Unnið er að því að koma bílunum burt af veginum og hreinsa slysstað.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.