Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Von er á níutíu þúsund skömmtum af bóluefni til landsins fram í lok mars að sögn sóttvarnalæknis. Rætt verður við Þórólf Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann er ánægður með árangurinn innanlands síðustu vikur en óttast bakslag vegna smits frá landamærum. Hann skilaði inn minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum um hertar aðgerðir þar.

Í fréttatímanum verður rætt við Rannveigu Rist, forstjóra ÍSAL í Straumsvík, en óvissu um framtíð álversins var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto.

Í fréttatímanum verða einnig nýjustu upplýsingar um rannsókn á morðmálinu í Rauðagerði, við skoðum bruggverksmiðju við Eyjafjörð og kíkjum á bollurnar í bakaríunum.

Þetta og ýmislegt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.