Lífið

Grímu­hrekkurinn sem hitti í mark

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hrekkurinn heppnaðist nokkuð vel.
Hrekkurinn heppnaðist nokkuð vel.

Inni á YouTube-síðunni Daily Dose Of Internet koma daglega inn myndbönd þar sem fróðlegir og skemmtilegir molar fá að njóta sín.

Myndböndin eru mjög vinsæl og á dögunum kom út myndband sem byrjar á góðum grímuhrekk.

Þar gengur maður inn í bílaumboð til að skoða nýja bíla og er með grímu sem er sérstaklega skemmtilega hönnuð. Það lítur í raun út fyrir að maðurinn sé með grímuna á sér bæði fyrir neðan nef og munn. Í raun rétt svo yfir hökuna.

Svo er sannarlega ekki eins og sjá má hér að neðan ásamt fleiri skemmtilegum myndböndum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.