Nágranninn féll ekki fyrir klósettpappírshrekknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2021 15:31 Karl og Kári í spjalli í Bítinu í fyrra þar sem Karl hermdi eftir Kára. Vísir Sveinn Alfreð Reynisson, nágranni Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, segist alltaf leggja upp með að vera kurteis. Það hafi hann líka gert þegar Karl Örvarsson, í gervi Kára Stefánssonar, bað hann um að koma með klósettpappírsrúllu til sín í síðustu viku. Vel megi vera að Karl nái Kára nokkuð vel. Þó ekki nógu vel til að gabba þá sem þekki Kára. Forsaga málsins er sú að Vísir birti á föstudag símahrekk þar sem að Karl Örvarsson hringdi í nágranna Kára Stefánssonar. Karl hefur vakið athygli fyrir að ná forstjóranum nokkuð vel en í þetta skiptið þótti Karl vera í miðjum klíðum að landa samningi við Pfizer en með magakveisu og klósettpappírslaus. Bað hann karlmann sem býr í næsta húsi við Kára í Kópavogi um að skjótast yfir með eina klósettpappírsrúllu. Nágranninn virtist taka vel í beiðni Karls í gervi Kára og ekki annað að skilja en að hann ætlaði að skjótast með rúllu til nágranna sína. Vísir sló á þráðinn til Sveins Alfreðs, nágranna Kára, og spurði hvað hefði gerst svo? „Ekki neitt,“ segir Sveinn Alfreð nokkuð hissa á fyrirspurn blaðamanns. „Þeir hringdu úr óskráðu númeri. Hvað gerir þú? Maður skellir á eða er kurteis,“ segir Sveinn Alfreð. Hann hafi aldei keypt að Kári sjálfur væri á línunni. Hann leggi bara upp með það í lífinu að vera kurteis. Hegða sér gagnvart öðrum eins og maður vill að sé gert við sig. „Það var einhver að segja mér frá þessu núna. Ég hef ekkert verið að spá í þessu,“ segir Sveinn Alfreð sem er ekki einn þeirra rúmlega fjörutíu þúsund sem hafa hlustað á símahrekkinn á Vísi. Aðspurður hvort honum finnist Karl ekki ná Kára helvíti vel er Sveinn Alfreð efins. „Ekki ef þú þekkir Kára.“ Hrekkinn má heyra hér að neðan en Karl var í góðra vina hópi. Heyra má hvernig hópurinn skellir upp úr í lok símtals og telja Karl hafa platað Svein nágranna Kára upp úr skónum. Nú, eftir að hafa heyrt hlið Sveins Alfreðs, er spurning hver plataði hvern. Sjálfur hefur Kári sagst hafa haft gaman af hrekknum en hyggur á hefndir. Grín og gaman Kópavogur Tengdar fréttir Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. 12. febrúar 2021 11:54 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Vel megi vera að Karl nái Kára nokkuð vel. Þó ekki nógu vel til að gabba þá sem þekki Kára. Forsaga málsins er sú að Vísir birti á föstudag símahrekk þar sem að Karl Örvarsson hringdi í nágranna Kára Stefánssonar. Karl hefur vakið athygli fyrir að ná forstjóranum nokkuð vel en í þetta skiptið þótti Karl vera í miðjum klíðum að landa samningi við Pfizer en með magakveisu og klósettpappírslaus. Bað hann karlmann sem býr í næsta húsi við Kára í Kópavogi um að skjótast yfir með eina klósettpappírsrúllu. Nágranninn virtist taka vel í beiðni Karls í gervi Kára og ekki annað að skilja en að hann ætlaði að skjótast með rúllu til nágranna sína. Vísir sló á þráðinn til Sveins Alfreðs, nágranna Kára, og spurði hvað hefði gerst svo? „Ekki neitt,“ segir Sveinn Alfreð nokkuð hissa á fyrirspurn blaðamanns. „Þeir hringdu úr óskráðu númeri. Hvað gerir þú? Maður skellir á eða er kurteis,“ segir Sveinn Alfreð. Hann hafi aldei keypt að Kári sjálfur væri á línunni. Hann leggi bara upp með það í lífinu að vera kurteis. Hegða sér gagnvart öðrum eins og maður vill að sé gert við sig. „Það var einhver að segja mér frá þessu núna. Ég hef ekkert verið að spá í þessu,“ segir Sveinn Alfreð sem er ekki einn þeirra rúmlega fjörutíu þúsund sem hafa hlustað á símahrekkinn á Vísi. Aðspurður hvort honum finnist Karl ekki ná Kára helvíti vel er Sveinn Alfreð efins. „Ekki ef þú þekkir Kára.“ Hrekkinn má heyra hér að neðan en Karl var í góðra vina hópi. Heyra má hvernig hópurinn skellir upp úr í lok símtals og telja Karl hafa platað Svein nágranna Kára upp úr skónum. Nú, eftir að hafa heyrt hlið Sveins Alfreðs, er spurning hver plataði hvern. Sjálfur hefur Kári sagst hafa haft gaman af hrekknum en hyggur á hefndir.
Grín og gaman Kópavogur Tengdar fréttir Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. 12. febrúar 2021 11:54 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. 12. febrúar 2021 11:54