Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2021 11:54 Félagarnir Kalli Örvars og Kári Stefáns. Á föstudagskvöldi fyrir viku var bankað uppá hjá Kára, þar var mættur nágranni og afhenti honum klósettrúllu. Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. Upp kom upp sú hugdetta í hópnum að gera grín. Eins og ýmsir vita er Kalli sérfræðingur í að herma eftir Kára Stefánssyni. Þeir félagar fundu til símanúmer nágranna Kára og hringdu. Það var svo tekið upp á myndband sem sjá má hér neðar. Vísir ræddi við Kalla en honum brá nokkuð í brún þegar hann áttaði sig á því að myndbandið væri komið í hendurnar á grjóthörðum rannsóknarblaðamanni en náði sér skjótt af því enda um græskulaust gaman að ræða. Hann segir að þeir hafi fyrst lent á nágranna sem bara hló að honum og skellti á. Betur hafi gengið með þann næsta, Svein. Sem brást skjótt við. Sjón er sögu ríkari. Klippa: Símaat Kalla Örvarssonar „Ég er búinn að tala við Kára. Þannig var að hann hefur talað um að ég sé hans innra sjálf. Þannig að ég sendi honum skilaboð þess efnis að hugsanlega hafi það farið á stjá og orðið á axarskaft,“ segir Kalli. Þetta var á þriðjudaginn en þá var Kalli búinn að sveiflast á milli þess að hafa móral yfir hrekknum og þess að telja, eða vona öllu heldur, að þetta væri í lagi. En það komu upp efasemdir þannig að hann ákvað að gefa sig fram. Hefndin kemur þegar Kalli á sér einskis ills von „Þú skalt ekki halda það, Karl Örvarsson,“ segir Kalli og hermir eftir Kára og samtali þeirra, „að þú komist upp með þetta án þess að fá eitthvað til baka. Og það verður þegar þú átt síst von á.“ Kári sem sagt hyggur á hefndir en Kalli segir að hann hafi að öðru leyti tekið þessu vel og haft húmor fyrir uppátækinu. Og enginn hafi meiðst. Kalli segir að í sjónvarpinu á sínum tíma hafi verið þáttur sem heitir Tekinn. Þá hafi einn verið að atast í öðrum. Nú hafi þetta verið þannig að hvorugur sem tók þátt hafi vitað af þessu og því megi þetta heita Tvítekinn. „Það er sem sagt bankað uppá hjá Kára, honum rétt rúlla og sagt: Vonandi batnar þér í maganum. Og fengið svarið: Það er ekkert að mér í maganum… eða, ég veit ekki alveg hvernig það samtal fór fram.“ Þeir félagar hittust fyrr í vetur í Bítinu og fór þá vel á með þeim. Næturlíf Heilbrigðismál Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Upp kom upp sú hugdetta í hópnum að gera grín. Eins og ýmsir vita er Kalli sérfræðingur í að herma eftir Kára Stefánssyni. Þeir félagar fundu til símanúmer nágranna Kára og hringdu. Það var svo tekið upp á myndband sem sjá má hér neðar. Vísir ræddi við Kalla en honum brá nokkuð í brún þegar hann áttaði sig á því að myndbandið væri komið í hendurnar á grjóthörðum rannsóknarblaðamanni en náði sér skjótt af því enda um græskulaust gaman að ræða. Hann segir að þeir hafi fyrst lent á nágranna sem bara hló að honum og skellti á. Betur hafi gengið með þann næsta, Svein. Sem brást skjótt við. Sjón er sögu ríkari. Klippa: Símaat Kalla Örvarssonar „Ég er búinn að tala við Kára. Þannig var að hann hefur talað um að ég sé hans innra sjálf. Þannig að ég sendi honum skilaboð þess efnis að hugsanlega hafi það farið á stjá og orðið á axarskaft,“ segir Kalli. Þetta var á þriðjudaginn en þá var Kalli búinn að sveiflast á milli þess að hafa móral yfir hrekknum og þess að telja, eða vona öllu heldur, að þetta væri í lagi. En það komu upp efasemdir þannig að hann ákvað að gefa sig fram. Hefndin kemur þegar Kalli á sér einskis ills von „Þú skalt ekki halda það, Karl Örvarsson,“ segir Kalli og hermir eftir Kára og samtali þeirra, „að þú komist upp með þetta án þess að fá eitthvað til baka. Og það verður þegar þú átt síst von á.“ Kári sem sagt hyggur á hefndir en Kalli segir að hann hafi að öðru leyti tekið þessu vel og haft húmor fyrir uppátækinu. Og enginn hafi meiðst. Kalli segir að í sjónvarpinu á sínum tíma hafi verið þáttur sem heitir Tekinn. Þá hafi einn verið að atast í öðrum. Nú hafi þetta verið þannig að hvorugur sem tók þátt hafi vitað af þessu og því megi þetta heita Tvítekinn. „Það er sem sagt bankað uppá hjá Kára, honum rétt rúlla og sagt: Vonandi batnar þér í maganum. Og fengið svarið: Það er ekkert að mér í maganum… eða, ég veit ekki alveg hvernig það samtal fór fram.“ Þeir félagar hittust fyrr í vetur í Bítinu og fór þá vel á með þeim.
Næturlíf Heilbrigðismál Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira