„Vonin um kraftaverk lifir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:00 John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi. Lífsspor K2 Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan í meira en viku, segir vonina um kraftaverk lifa. Hún ítrekar þakkir til allra þeirra sem hafa tekið þátt í leitinni að John Snorra og þeim Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, samferðamönnum hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra. Leitin að þremenningunum hefur ekki enn borið árangur en yfirvöld í Pakistan hafa ákveðið að halda grunnbúðum opnum. Leit mun því halda áfram eftir því sem veður og aðstæður leyfa. „Ég vil ítreka þakkir mínar til allra sem hafa tekið þátt í leitinni að þeim John Snorra, Ali og J Pablo. Leitin er mjög krefjandi og hefur verið stýrt af pakistönskum yfirvöldum og fagmennska borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur verið ómetanleg. Þeir félagar eru enn týndir en vonin um kraftaverk lifir. Hjörtu okkar, ástvina þeirra, slá með þeim,“ segir Lína Móey. „Það er búið að vera ótrúlegt að finna þann kraft sem hefur verið í leitinni, bæði af hálfu íslenskra, pakistanskra og síleskra yfirvalda. Ekki síður hefur sú umhyggja og sá stuðningur sem fjöldi fólks hefur sýnt okkur styrkt fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Hjartans þakkir til ykkar allra.“ Í gær var greint frá því að fylgdar- og aðstoðarmenn Johns Snorra, Sadparas og Mohrs væru á heimleið. Víðtæk leit hefur farið fram að göngumönnunum í fjallinu en þeirra hefur nú verið saknað í tíu daga. Gervihnattamyndir hafa verið skoðaðar, fjallið sjálft gengið að hluta og pakistanski herinn leitað úr lofti. Vanessa O´Brien sem var í fylgdarliðinu sagði frá því í gær að svefnpokar, rifin tjöld og dýnur hafi fundist á fjallinu en engin ummerki um mennina þrjá. Raja Nasir Ali Kahn, ferðamálaráðherrann á svæðinu sem hefur haft leitina á sínu borði, sagði frá því á Twitter að John Snorri hafi verið með tvö tæki, sem gefa frá sér staðsetningarupplýsingar, með sér á fjallinu og fartölvu að auki. Hann hafi skilið fartölvuna og annað staðsetningartækið eftir í grunnbúðunum á K2. Hitt staðsetningartækið hafi hætt að senda frá sér merki 5. febrúar klukkan 7:13 að staðartíma og hafi hann þá verið í 7.843 metra hæð. Sajid hafi verið með honum á þeim tímapunkti en engin merki hafa borist frá tækinu síðan. O´Brien sagði í gær að boðað yrði til blaðamannafundar í dag og að þar verði sérstaklega greint frá fréttum sem tengjast Ali Sadpara. Fréttin hefur verið uppfærð. John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Hún ítrekar þakkir til allra þeirra sem hafa tekið þátt í leitinni að John Snorra og þeim Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, samferðamönnum hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra. Leitin að þremenningunum hefur ekki enn borið árangur en yfirvöld í Pakistan hafa ákveðið að halda grunnbúðum opnum. Leit mun því halda áfram eftir því sem veður og aðstæður leyfa. „Ég vil ítreka þakkir mínar til allra sem hafa tekið þátt í leitinni að þeim John Snorra, Ali og J Pablo. Leitin er mjög krefjandi og hefur verið stýrt af pakistönskum yfirvöldum og fagmennska borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur verið ómetanleg. Þeir félagar eru enn týndir en vonin um kraftaverk lifir. Hjörtu okkar, ástvina þeirra, slá með þeim,“ segir Lína Móey. „Það er búið að vera ótrúlegt að finna þann kraft sem hefur verið í leitinni, bæði af hálfu íslenskra, pakistanskra og síleskra yfirvalda. Ekki síður hefur sú umhyggja og sá stuðningur sem fjöldi fólks hefur sýnt okkur styrkt fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Hjartans þakkir til ykkar allra.“ Í gær var greint frá því að fylgdar- og aðstoðarmenn Johns Snorra, Sadparas og Mohrs væru á heimleið. Víðtæk leit hefur farið fram að göngumönnunum í fjallinu en þeirra hefur nú verið saknað í tíu daga. Gervihnattamyndir hafa verið skoðaðar, fjallið sjálft gengið að hluta og pakistanski herinn leitað úr lofti. Vanessa O´Brien sem var í fylgdarliðinu sagði frá því í gær að svefnpokar, rifin tjöld og dýnur hafi fundist á fjallinu en engin ummerki um mennina þrjá. Raja Nasir Ali Kahn, ferðamálaráðherrann á svæðinu sem hefur haft leitina á sínu borði, sagði frá því á Twitter að John Snorri hafi verið með tvö tæki, sem gefa frá sér staðsetningarupplýsingar, með sér á fjallinu og fartölvu að auki. Hann hafi skilið fartölvuna og annað staðsetningartækið eftir í grunnbúðunum á K2. Hitt staðsetningartækið hafi hætt að senda frá sér merki 5. febrúar klukkan 7:13 að staðartíma og hafi hann þá verið í 7.843 metra hæð. Sajid hafi verið með honum á þeim tímapunkti en engin merki hafa borist frá tækinu síðan. O´Brien sagði í gær að boðað yrði til blaðamannafundar í dag og að þar verði sérstaklega greint frá fréttum sem tengjast Ali Sadpara. Fréttin hefur verið uppfærð.
John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira