„Ef það er ekki ólga þá er ekkert að gerast“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 13. febrúar 2021 19:01 Hörður Oddfríðarson, formaður uppstillinganefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík, og Kristrún Frostadóttir, sem mun leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi Alþingiskosningum. Vísir Kristrún Frostadóttir sem mun leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjarvíkurkjördæmi suður segir eðlilegt að skiptar skoðanir séu innan Samfylkingarinnar. Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjarvíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust voru samþykktir á fulltrúaflokkráðsfundi flokksins í dag. 79 prósent af þeim sem greiddu atkvæði staðfestu listana. Helga Vala Helgadóttir þingmaður leiðir lista flokksins í Reykjarvíkurkjördæmi norður og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður, tekur annað sæti listans. Helga Vala Helgadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.Vísir Í Reykjavíkurkjördæmi suður leiðir hagfræðingurinn Kristrún Frostadóttir listann og vermir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður, annað sætið. Kristrún kemur ný inn í flokkinn og mun leggja áherslu á efnahagsmálin fari hún inn á þing. Fjallað hefur verið um ólgu innan flokksins vegna tillögu um efstu sæti listans. Varaþingkonan Jóhann Vigdís Guðmundsdóttir sem sagði sig úr flokknum fyrir helgi gagnrýndi að nýju fólki væri boðið að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Kristrún Frostadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.Vísir Hvað finnst þér um þessa gagnrýni? „Ég auðvitað bara skil að það eru tilfinningar í spilinu, en auðvitað er það þannig að þetta ferli var þess eðlis að kosið var um það fyrir þó nokkru löngu síðan í rauninni áður en ég skráði mig í þennan flokk,“ segir Kristrún. „Þessi gagnrýni á alveg rétt á sér og í einhverjum tilfellum eru nýliðar teknir fram fyrir, ef við notum það orðalag. En ég hefði kannski frekar kosið að nota orðalagið „nýliðum gefið tækifæri“ ekki á kostnað þeirra sem að fyrir eru heldur til þess að vera með þeim sem fyrir eru,“ segir Hörður J. Oddfríðarson, formaður uppstillinganefndar. „Það hvort að fólk er í flokki eða ekki, það er alfarið ákvörðun einstaklingsins hvað varðar til dæmis Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur þá sé ég mjög eftir henni úr flokknum og úr hópnum okkar og vona svo sannarlega að hún endurskoði ákvörðunina og komi aftur til starfa hjá okkur vegna þess að duglegri manneskju er vart hægt að finna,“ segir Hörður. 280 greiddu atkvæði um lista uppstillinganefndar, 79 prósent greiddu með tillögunni og 17,5 prósent gegn henni.Vísir „Auðvitað hefur maður bara skilning á því að fólk vill vinna fyrir flokkinn og mér finnst það bara að mörgu leyti jákvætt,“ segir Kristrún. Eðlilegt að ólga og skoðanaskipti séu í lýðræðislegum flokki Kristrún segir eðlilegt að í lýðræðislegum flokki sé ólga og skoðanaskipti. „Það er bara mjög eðlilegt í lýðræðislegum flokki að fólk hafi skiptar skoðanir. Það er mikill hugur í fólki og við ætlum okkur að gera stóra hluti í þessari kosningabaráttu og það er það sem situr eftir eftir þetta allt saman,“ segir Kristrún. Hörður tekur undir þetta og segist frekar vilja vera í flokki þar sem umræður um málin fara eðlilega fram. „Stjórnmálahreyfing er í eðli sínu þannig uppbyggð að ef það er ekki ólga þá er ekkert að gerast,“ segir Hörður. „Auðvitað verður alltaf ólga, það verður alltaf spurning um hvað er gert og það sem gert er og eðlilegt að það sé spurt um það. Mér þykir miklu þægilegra að vera í flokki sem að spyr eðlilegra spurninga og tekur síðan afstöðu til málefna, mála og manna eftir lýðræðislegum reglum heldur en að vera kannski í flokki þar sem allt er samþykkt með handauppréttingu, já og húrrahrópum.“ Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Tæplega áttatíu prósent lögðu blessun sína yfir framboðslistana Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningar í haust voru samþykktir á fulltrúaráðsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. 13. febrúar 2021 15:35 Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38 Uppstillingarnefnd vill Helgu Völu og Kristrúnu í fyrstu sætin í Reykjavík Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar leggur til að Helga Vala Helgadóttir, alþingiskona, skipi fyrsta sæti í Reykjarvíkurkjördæmi norður og að Kristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur, skipi sama sæti í Reykjarvíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar í haust. 13. febrúar 2021 14:26 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjarvíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust voru samþykktir á fulltrúaflokkráðsfundi flokksins í dag. 79 prósent af þeim sem greiddu atkvæði staðfestu listana. Helga Vala Helgadóttir þingmaður leiðir lista flokksins í Reykjarvíkurkjördæmi norður og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður, tekur annað sæti listans. Helga Vala Helgadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.Vísir Í Reykjavíkurkjördæmi suður leiðir hagfræðingurinn Kristrún Frostadóttir listann og vermir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður, annað sætið. Kristrún kemur ný inn í flokkinn og mun leggja áherslu á efnahagsmálin fari hún inn á þing. Fjallað hefur verið um ólgu innan flokksins vegna tillögu um efstu sæti listans. Varaþingkonan Jóhann Vigdís Guðmundsdóttir sem sagði sig úr flokknum fyrir helgi gagnrýndi að nýju fólki væri boðið að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Kristrún Frostadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.Vísir Hvað finnst þér um þessa gagnrýni? „Ég auðvitað bara skil að það eru tilfinningar í spilinu, en auðvitað er það þannig að þetta ferli var þess eðlis að kosið var um það fyrir þó nokkru löngu síðan í rauninni áður en ég skráði mig í þennan flokk,“ segir Kristrún. „Þessi gagnrýni á alveg rétt á sér og í einhverjum tilfellum eru nýliðar teknir fram fyrir, ef við notum það orðalag. En ég hefði kannski frekar kosið að nota orðalagið „nýliðum gefið tækifæri“ ekki á kostnað þeirra sem að fyrir eru heldur til þess að vera með þeim sem fyrir eru,“ segir Hörður J. Oddfríðarson, formaður uppstillinganefndar. „Það hvort að fólk er í flokki eða ekki, það er alfarið ákvörðun einstaklingsins hvað varðar til dæmis Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur þá sé ég mjög eftir henni úr flokknum og úr hópnum okkar og vona svo sannarlega að hún endurskoði ákvörðunina og komi aftur til starfa hjá okkur vegna þess að duglegri manneskju er vart hægt að finna,“ segir Hörður. 280 greiddu atkvæði um lista uppstillinganefndar, 79 prósent greiddu með tillögunni og 17,5 prósent gegn henni.Vísir „Auðvitað hefur maður bara skilning á því að fólk vill vinna fyrir flokkinn og mér finnst það bara að mörgu leyti jákvætt,“ segir Kristrún. Eðlilegt að ólga og skoðanaskipti séu í lýðræðislegum flokki Kristrún segir eðlilegt að í lýðræðislegum flokki sé ólga og skoðanaskipti. „Það er bara mjög eðlilegt í lýðræðislegum flokki að fólk hafi skiptar skoðanir. Það er mikill hugur í fólki og við ætlum okkur að gera stóra hluti í þessari kosningabaráttu og það er það sem situr eftir eftir þetta allt saman,“ segir Kristrún. Hörður tekur undir þetta og segist frekar vilja vera í flokki þar sem umræður um málin fara eðlilega fram. „Stjórnmálahreyfing er í eðli sínu þannig uppbyggð að ef það er ekki ólga þá er ekkert að gerast,“ segir Hörður. „Auðvitað verður alltaf ólga, það verður alltaf spurning um hvað er gert og það sem gert er og eðlilegt að það sé spurt um það. Mér þykir miklu þægilegra að vera í flokki sem að spyr eðlilegra spurninga og tekur síðan afstöðu til málefna, mála og manna eftir lýðræðislegum reglum heldur en að vera kannski í flokki þar sem allt er samþykkt með handauppréttingu, já og húrrahrópum.“
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Tæplega áttatíu prósent lögðu blessun sína yfir framboðslistana Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningar í haust voru samþykktir á fulltrúaráðsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. 13. febrúar 2021 15:35 Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38 Uppstillingarnefnd vill Helgu Völu og Kristrúnu í fyrstu sætin í Reykjavík Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar leggur til að Helga Vala Helgadóttir, alþingiskona, skipi fyrsta sæti í Reykjarvíkurkjördæmi norður og að Kristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur, skipi sama sæti í Reykjarvíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar í haust. 13. febrúar 2021 14:26 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
Tæplega áttatíu prósent lögðu blessun sína yfir framboðslistana Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningar í haust voru samþykktir á fulltrúaráðsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. 13. febrúar 2021 15:35
Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38
Uppstillingarnefnd vill Helgu Völu og Kristrúnu í fyrstu sætin í Reykjavík Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar leggur til að Helga Vala Helgadóttir, alþingiskona, skipi fyrsta sæti í Reykjarvíkurkjördæmi norður og að Kristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur, skipi sama sæti í Reykjarvíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar í haust. 13. febrúar 2021 14:26