Tæplega áttatíu prósent lögðu blessun sína yfir framboðslistana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2021 15:35 Helga Vala kemur til með að leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vísir/Vilhelm Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningar í haust voru samþykktir á fulltrúaráðsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. Alls tóku 280 þátt í atkvæðagreiðslu um listana. Þar af greiddu 79 prósent atkvæði með staðfestingu þeirra, 17,5 prósent greiddu atkvæði á móti og 3,5 prósent skiluðu auðu. Uppstillingarnefnd flokksins lagði til að Helga Vala Helgadóttir, þingmaður og formaður velferðarnefndar, leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þá lagði nefndin til að Kristrún Frostadóttir hagfræðingur leiddi listann í Reykjavík suður. Þá lagði nefndin til að Rósa Björk Brynjólfsdóttir tæki annað sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi suður og Jóhann Páll Jóhannsson í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hugur í hópnum Í tilkynningu frá fulltrúaráði Samfylkingarinnar í Reykjavík er haft eftir Kristrúnu að spennandi tímar séu fram undan fyrir flokkinn. Hún sé þakklát fyrir það traust sem henni sé sýnt. „Við stöndum á tímamótum í efnahagssögunni og ljóst að stefna stjórnvalda á næsta kjörtímabili mun hafa gífurleg áhrif á þróun efnahags-, velferðar- og loftslagsmála um áraraðir. Nú skiptir máli að Samfylkingin sé tilbúin að stíga fast til jarðar, leggi fram trúverðuga efnahagsáætlun sem byggir á fjárfestingu í mannauði jafnt sem efnislegum gæðum, og veiti skýran valkost fyrir almenning í kosningunum í haust. Ég stíg auðmjúk en ákveðin inn á hið pólitíska svið fyrir hönd Samfylkingarinnar og hlakka mikið til að vinna með flokknum,“ er haft eftir Kristrúnu. „Það er ótrúlegur hugur í þessum hópi sem skipar framboðslistann í Reykjavík, það er mikill lúxus að hafa svona fjölbreyttan hóp fólks sem er tilbúinn til þess að vinna að sigri Samfylkingarinnar í haust. Ég er þakklát flokksfólki í Reykjavík fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka til að hefja kosningabaráttuna strax á mánudag,“ er þá haft eftir Helgu Völu. Kristrún og Helga Vala leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir Fregnir hafa borist af því að nokkur ólga sé innan flokksins vegna tillagna nefndarinnar um uppstillingu. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, nú fyrrverandi varaþingmaður flokksins, sagði sig til að mynda úr flokknum á dögunum. Sagði hún vonbrigði að uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af efsti fjórum sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. Hér að neðan má sjá listann sem nefndin lagði til, og var samþykktur af fulltrúaráði: Reykjavík norður 1. Helga Vala Helgadóttir, alþingismaður 2. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður 3. Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur 4. Magnús Árni Skjöld, dósent 5. Ragna Sigurðardóttir, forseti UJ og læknanemi 6. Finnur Birgisson, arkitekt 7. Ásta Guðrún Helgadóttir, ráðgjafi 8. Ásgeir Beinteinsson, fyrrverandi skólastjóri 9. Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur 10. Sigfrús Ómar Höskuldsson, rekstrarfræðingur 11. Sonja Björg Jóhannsdóttir, deildarstjóri í leikskóla 12. Hallgrímur Helgason, rithöfundur 13. Alexanda Ýr, ritari Samfylkingarinnar 14. Hlal Jarrah, veitingamaður 15. Ing Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar og kaospilot 16. Rúnar Geirmundsson, framkvæmdastjóri 17. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir, laganemi 18. Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður 19. Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og formaður 60+ 20. Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður 21. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar 22. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Reykjarvíkurkjördæmi suður 1. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur 2. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður 3. Viðar Eggertsson, leikstjóri 4. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi 5. Birgir Þórarinsson, tónlistarmaður 6. Aldís Mjöll Geirsdóttir, lögfræðingur 7. Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur 8. Ellen Calmon, borgarfulltrúi 9. Viktor Stefánsson, stjórnmálahagfræðingur 10. Elín Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur 11. Hlynur Már Vilhjálmsson starfsmaður á frístundaheimili 12. Margret Adamsdóttir, leikskólakennari 13. Axel Jón Ellenarson, grafískur hönnuður 14. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur 15. Jakob Magnússon, veitingamaður. 16. Ingibjörg Grímsdóttir, þjónustufulltrúi 17. Jónas Hreinsson, rafiðnaðarmaður 18. Sólveig Jónasdóttir, kynningarfulltrúi Sameykis 19. Hildur Kjartansdóttir, myndlistarmaður 20. Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður 21. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi alþingismaður 22. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira
Alls tóku 280 þátt í atkvæðagreiðslu um listana. Þar af greiddu 79 prósent atkvæði með staðfestingu þeirra, 17,5 prósent greiddu atkvæði á móti og 3,5 prósent skiluðu auðu. Uppstillingarnefnd flokksins lagði til að Helga Vala Helgadóttir, þingmaður og formaður velferðarnefndar, leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þá lagði nefndin til að Kristrún Frostadóttir hagfræðingur leiddi listann í Reykjavík suður. Þá lagði nefndin til að Rósa Björk Brynjólfsdóttir tæki annað sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi suður og Jóhann Páll Jóhannsson í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hugur í hópnum Í tilkynningu frá fulltrúaráði Samfylkingarinnar í Reykjavík er haft eftir Kristrúnu að spennandi tímar séu fram undan fyrir flokkinn. Hún sé þakklát fyrir það traust sem henni sé sýnt. „Við stöndum á tímamótum í efnahagssögunni og ljóst að stefna stjórnvalda á næsta kjörtímabili mun hafa gífurleg áhrif á þróun efnahags-, velferðar- og loftslagsmála um áraraðir. Nú skiptir máli að Samfylkingin sé tilbúin að stíga fast til jarðar, leggi fram trúverðuga efnahagsáætlun sem byggir á fjárfestingu í mannauði jafnt sem efnislegum gæðum, og veiti skýran valkost fyrir almenning í kosningunum í haust. Ég stíg auðmjúk en ákveðin inn á hið pólitíska svið fyrir hönd Samfylkingarinnar og hlakka mikið til að vinna með flokknum,“ er haft eftir Kristrúnu. „Það er ótrúlegur hugur í þessum hópi sem skipar framboðslistann í Reykjavík, það er mikill lúxus að hafa svona fjölbreyttan hóp fólks sem er tilbúinn til þess að vinna að sigri Samfylkingarinnar í haust. Ég er þakklát flokksfólki í Reykjavík fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka til að hefja kosningabaráttuna strax á mánudag,“ er þá haft eftir Helgu Völu. Kristrún og Helga Vala leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir Fregnir hafa borist af því að nokkur ólga sé innan flokksins vegna tillagna nefndarinnar um uppstillingu. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, nú fyrrverandi varaþingmaður flokksins, sagði sig til að mynda úr flokknum á dögunum. Sagði hún vonbrigði að uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af efsti fjórum sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. Hér að neðan má sjá listann sem nefndin lagði til, og var samþykktur af fulltrúaráði: Reykjavík norður 1. Helga Vala Helgadóttir, alþingismaður 2. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður 3. Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur 4. Magnús Árni Skjöld, dósent 5. Ragna Sigurðardóttir, forseti UJ og læknanemi 6. Finnur Birgisson, arkitekt 7. Ásta Guðrún Helgadóttir, ráðgjafi 8. Ásgeir Beinteinsson, fyrrverandi skólastjóri 9. Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur 10. Sigfrús Ómar Höskuldsson, rekstrarfræðingur 11. Sonja Björg Jóhannsdóttir, deildarstjóri í leikskóla 12. Hallgrímur Helgason, rithöfundur 13. Alexanda Ýr, ritari Samfylkingarinnar 14. Hlal Jarrah, veitingamaður 15. Ing Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar og kaospilot 16. Rúnar Geirmundsson, framkvæmdastjóri 17. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir, laganemi 18. Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður 19. Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og formaður 60+ 20. Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður 21. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar 22. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Reykjarvíkurkjördæmi suður 1. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur 2. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður 3. Viðar Eggertsson, leikstjóri 4. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi 5. Birgir Þórarinsson, tónlistarmaður 6. Aldís Mjöll Geirsdóttir, lögfræðingur 7. Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur 8. Ellen Calmon, borgarfulltrúi 9. Viktor Stefánsson, stjórnmálahagfræðingur 10. Elín Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur 11. Hlynur Már Vilhjálmsson starfsmaður á frístundaheimili 12. Margret Adamsdóttir, leikskólakennari 13. Axel Jón Ellenarson, grafískur hönnuður 14. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur 15. Jakob Magnússon, veitingamaður. 16. Ingibjörg Grímsdóttir, þjónustufulltrúi 17. Jónas Hreinsson, rafiðnaðarmaður 18. Sólveig Jónasdóttir, kynningarfulltrúi Sameykis 19. Hildur Kjartansdóttir, myndlistarmaður 20. Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður 21. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi alþingismaður 22. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira