Innlent

Líf að færast í mið­borgina en veitinga­menn vildu gjarnan mega fá fleiri í hús

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hrefna Sætran matreiðslumeistari og veitingakona segir að það myndi muna miklu að geta tekið á móti fleirum um helgar, þegar aðsóknin er sem mest.
Hrefna Sætran matreiðslumeistari og veitingakona segir að það myndi muna miklu að geta tekið á móti fleirum um helgar, þegar aðsóknin er sem mest. Vísir/Sigurjón

Svo virðist sem líf sé aftur að færast í miðborgina en víða er nú fullbókað á veitingastöðum um helgar og þá hafa barir og skemmtistaður aftur opnað dyrnar eftir að hafa verið lokaðir frá því snemma í október.

Veitingamenn og vertar virðast ágætlega bjartsýnir á næstu vikur og mánuði, nú þegar greind smit Covid-19 eru fá og fleiri á ferli. 

Á meðan kórónuveirufaraldurinn leikur lausum hala erlendis er hins vegar fátt sem bendir til þess að ferðamönnum muni fjölga hér til muna á næstunni og þá er mikilvægt að geta fullnýtt þau kvöld sem Íslendingar fara helst út, það er að segja fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld.

Hrefna Sætran, matreiðslumeistari og veitingakona á Fiskmarkaðnum og Grillmarkaðnum, og Romuald Máni Bodinaud, vaktstjóri hjá Reykjavík Meat, segja að það myndi breyta miklu ef veitingastaðirnir mættu taka á móti fleirum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×