Lífið

Fjöl­skyldu­bingó á Stöð 2: Náðu í bingó­spjöldin hér

Tinni Sveinsson skrifar
Fjölskyldubingó verður í beinni útsendingu á laugardag klukkan 18.55.
Fjölskyldubingó verður í beinni útsendingu á laugardag klukkan 18.55.

Á laugardag klukkan 18.55 fer fram fjórði þáttur af Fjölskyldubingó á Stöð 2. Bingóstjóri þáttarins er sem fyrr Vilhelm Anton Jónsson, Villi naglbítur, og verður fjöldinn allur af vinningum í boði fyrir þá sem eru svo heppnir að fá bingó.

Hér fyrir neðan er hægt að ná í bingóspjöld. Allir geta tekið þátt með sínu símanúmeri og hvetjum við fólk til að safnast saman yfir útsendingunni og spila saman.

Bingóið er spilað hér á vefsíðunni. Til þess að fá bingóspjöld þarf að skrifa fullt nafn og slá inn símanúmer. Síðan skrá sig inn með tölunum sem sendar eru með smáskilaboðum í það símanúmer. Þá eru spjöldin orðin virk.

Athugið að spjöldum er úthlutað á símanúmer, hægt er að skrá sama símanúmer í fleiri en eitt tæki en þá koma sömu spjöld. Tækin muna eftir innskráningunni þannig að hægt er að fara af síðunni og koma aftur. Hægt er að sækja spjöld með öllum símanúmerum.

Síðan er um að gera að fylgjast vandlega með því þegar Villi dregur út tölurnar. Ef þú skyldir fá bingó áttu að ýta á Bingó-takkann neðst á spjaldinu um leið. Ef þú ert í stuði er gott að kalla líka „BINGÓ!“

Þessir leikir verða spilaðir í fjórða þætti af Fjölskyldubingó á Stöð 2.

Í þættinum verða spilaðir að minnsta kosti fjórir leikir. B-O, I-G, L og X. Í hverjum þeirra þarf að fá allar tölur í röðunum sem spilaðar eru til að fá bingó.

Glæsilegir vinningar

  • Icelandair gefur 150 þúsund króna gjafabréf til Kaupmannahafnar
  • Kids Coolshop gefur bæði 25 þúsund króna gjafabréf og Little Dutch leikteppi
  • Lindex gefur 50 þúsund króna gjafabréf
  • Heimilistæki gefa Boom Go Bluetooth-hátalara
  • Tveir Sleepy heilsukoddar
  • Gleðipinnar gefa Gleðikrónur
  • Myndform gefur bíómiða

Gangi ykkur vel og góða bingóskemmtun.

Uppfært. Þættinum er lokið. Næsta Fjölskyldubingó fer fram laugardaginn 20. febrúar klukkan 18.55 og verða ný spjöld aðgengileg á Vísi fyrir þáttinn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.