Innlent

Greta Ósk sækist eftir sæti á lista Pírata í Kraganum

Atli Ísleifsson skrifar
Greta Ósk Óskarsdóttir bókmenntafræðingur og bætiefnaráðgjafi.
Greta Ósk Óskarsdóttir bókmenntafræðingur og bætiefnaráðgjafi. Aðsend

Greta Ósk Óskarsdóttir bókmenntafræðingur og bætiefnaráðgjafi sækist eftir sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Framundan er prófkjör hjá flokknum.

Frá þessu greinir Greta Ósk í tilkynningu til fjölmiðla. Þar segir að Greta Ósk hafi síðasta áratuginn starfað við afgreiðslu í heilsubúðum og við bætiefnaráðgjöf.

„Hennar helstu hugðarefni eru heilsa, umhverfi, náttúruvernd, persónuleg fjármál, fjármálalæsi og menntamál.

Greta Ósk er gift og á þrjú börn. Hún er formaður húsfélagsins þar sem hún býr í Vinastræti og er varaformaður Íbúasamtaka Urriðaholts.

Helstu baráttumál

Greta hefur verið virk í baráttu fyrir umbótum í málefnum rakaskemmda og myglu í húsnæði á Íslandi og unnið að því að vekja athygli á þeim áhrifum sem slík innimengun getur haft á heilsuna.

Hún vill vinna að því að fá nýju stjórnarskránna lögfesta, draga úr síaukinni misskiptingu í samfélaginu, vinna að auknu gagnsæi, vinna mót spillingu og gera kerfin skilvirkari og sanngjarnari.

Greta hefur áhuga á því að vinna að betrumbótum í umhverfismálum og lífkerfinu í stóra og smáa samhenginu,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×