Lífið

Hrafna slær í gegn á YouTube og borðar séríslenskan mat fyrir framan 270 þúsund fylgjendur sína

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hrafnhildur var ekki hrifin af hrútspungum.
Hrafnhildur var ekki hrifin af hrútspungum.

Hrafnhildur Rafnsdóttir er ung kona frá Hafnarfirði sem hefur náð að byggja upp mjög vinsæla YouTube-rás.

Á miðlinum kallar hún sig Hrafna og er hún með 270 þúsund fylgjendur. Hrafna setti inn myndband á rás sína í gær þar sem hún sýnir fylgjendum sínum alíslenskan mat og leyfir fólki að sjá hana smakka þorramat með föður sínum.

Aðdáendur hennar virðast nokkuð sáttir við innslagið í athugasemdakerfinu og skrifar einn til að mynda: „Íslendingar hafa greinilega alltaf náð að redda sér.“

Sumum þykir maturinn hreinlega viðbjóðslegur en Hrafna sjálf var oft á tíðum ekkert sérstaklega hrifin.

Feðgingin brögðuðu á hrútspungum, sviðakjamma, slátur, sviðasultu, hákarl og margt fleira séríslenskt.

Hrafna sýnir frá lífi sínu á YouTube-rásinni og fá fylgjendur hennar að sjá hvernig það er að vera Íslendingur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×