Innlent

Göngu­maður ökkla­brotnaði í Esjunni

Atli Ísleifsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar sem var í æfingarflugi sinnti útkallinu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sem var í æfingarflugi sinnti útkallinu. Vísir/Vilhelm

Talið er að maður sem var á göngu Esjunni hafi ökklabrotnað síðdegis í gær. Í pósti frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að tilkynning um slysið hafi borist um stundarfjórðungi yfir fimm í gær.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sem var í æfingarflugi sinnti útkallinu og var maðurinn fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítala. Ekki vitað frekar um meiðsl.

Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um búðarhnupl í hverfi 109 í Reykjavík. Voru afskipti þar höfð af manni sem grunaður er um þjófnað á kjöti. Maðurinn hafði komið á vettvang í leigubíl sem hann gat ekki greitt fyrir.

Þá segir frá því að á öðrum tímanum í nótt hafi maður í mjög annarlegu ástandi verið handtekinn í hverfi 116. Hann gat ekki gert grein fyrir sér og hafði engin skilríki og var hann því vistaður í fangageymslu lögreglu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.