Lífið

Helstu keppinautar Daða Freys í fyrra snúa aftur og nú er þeim spáð sigri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr og Gagnamagnið munu etja kappi í Eurovision. Íslandi er nú spáð 2. sæti en Litháum efsta sætinu.
Daði Freyr og Gagnamagnið munu etja kappi í Eurovision. Íslandi er nú spáð 2. sæti en Litháum efsta sætinu. Mynd/baldur kristjánsson/ YouTube

Nú liggur fyrir að sveitin The Roop mun flytja framlag Litháen í Eurovision í Rotterdam. Lagið heitir Discoteque en um er að ræða sama sveit og átti að stíga á svið fyrir Litháen í Eurovision á síðasta ári.

The Roop vann aftur undankeppnina í Litháen í ár en hún fór fram í janúar og í byrjun febrúar.

Þá var Litháenum spáð mjög góðu gengi og var það í raun þannig að Daði Freyr og Gagnamagnið og Litháen var spáð sigri í Eurovision af veðbönkum. Það tók oft breytingum og sveifluðust framlögin frá því að vera spáð 1. eða 2. sæti.

Eurovision fer fram 18., 20. og 22. maí í Rotterdam. Framlag Íslands verður frumflutt þann 13. mars en núna er Litháen spáð sigri í Eurovision og eru taldar 12 prósent líkur á því að lagið Discoteque farið alla leið. Daða Frey og Gagnamagninu er núna spáð 2. sæti í keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×