Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við sóttvarnalækni um bóluefnarannsókn Pfizer en þrátt fyrir háværan orðróm tekur hann fyrir að samningur eða samningsdrög liggi fyrir.

Hann segir Pfizer ekki hafa gert kröfu um að landamærin verði opnuð í nafni rannsóknarinnar og ekki standi til að stefna heilsu þjóðarinnar í hættu. Þó sé ljóst að slakað verði á sóttvarnaráðstöfunum á landamærunum þegar nógu margir hafa verið bólusettir.

Í fréttatímanum verður einnig farið yfir bólusetningar erlendis. Rúmlega hundrað milljónir hafa nú verið bólusettar við veirunni en fátækari ríki heimsins hafa þó ekki enn hafið bólusetningar.

Einnig verður rætt við Margréti Lillý Einarsdóttur sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án þess að barnaverndaryfirvöld á Seltjarnarnesi tækju í taumana. Hún fagnar úrskurði Barnaverndarstofu um að meðferð málsins hafi ekki verið í samræmi við lög. Hún ætlar með málið lengra enda þurfi að berjast fyrir því að börn geti treyst á að kerfið verndi þau.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×