Lífið

Ástralska YouTube-stjarnan Amore fer yfir fyrsta árið á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eitt ár liðið og fer vel um parið hér á landi.
Eitt ár liðið og fer vel um parið hér á landi.

Ástralska YouTube-stjarnan Sorelle Amore ákvað fyrir einu ári að fjárfesta í draumahúsi sínu og það hér á Íslandi og hefur hún reglulega sýnt frá lífi sínu hér á landi.

Amore bjó hér á landi fyrir fimm árum og ætlaði síðan búa víðsvegar um heiminn. Hún bjó í Los Angeles á fyrir rúmlega einu ári en ákvað að fjárfesta í húsinu hér á landi.

Í einu af nýjasta myndbandinu frá Amore sýnir hún hvernig fyrsta árið var hér á landi en hún hefur nýtt árið til að ferðast töluvert um landið að undanförnu.

Sorelle Amore er með um eina milljón fylgjenda á YouTube og nokkuð vinsæl á þeim vettvangi.

Í innslaginu hér að neðan ræðir Amore um árið og fer einnig yfir húsið sem hún á ásamt kærasta sínum Leon.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.