Lífið

Þegar Helgi var fluttur á spítala á miðjum tónleikum: „Þá sturtast niður blóð“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helgi tók sér frí eftir atvikið. 
Helgi tók sér frí eftir atvikið. 

Helgi Björnsson fór yfir ferilinn með Auðunni Blöndal í þáttunum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gær.

Helgi hefur verið í bransanum í áratugi og einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Helgi sagði nokkuð merkilega sögu þegar hann var fluttur á sjúkrahús eftir magablæðingu á miðjum tónleikum á Gauki og stöng.

„Ég var orðinn þreyttur þegar ég var búinn að keyra alveg stöðugt í fimm ár og varð þá að taka mér frí,“ segir Helgi Björnsson sem var eins og áður segir fluttur á spítala á sínum tíma eftir að hafa í raun unnið yfir sig.

„Þetta var á sunnudagskvöldinu og ég var helvíti slappur eftir heila helgi og að drepast í maganum. Ég fer niður eftir á Gaukinn og fer á klósettið og þá sturtast niður blóð. Svo byrjum við tónleikana og ég finn fljótlega að ég er orðinn helvíti slappur og sest á sviðið. Þá finn ég að það er bara að líða yfir mig. Ég er með fullt vatnsglas og geng um salinn og helli yfir mig vatninu til að vera með smá sýningu en veit þarna að ég get ekki klárað tónleikana. Svo geng ég baksviðs og þá bara búmmm ég orðinn meðvitundarlaus.“

Hér að neðan má heyra sögu Helga úr þættinum.

Klippa: Þegar Helgi var fluttur á spítala á miðjum tónleikum: Þá sturtast niður blóð





Fleiri fréttir

Sjá meira


×