Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2021 00:00 Margir voru orðnir langeygðir eftir opnun skemmtistaða og öldurhúsa, ekki síst rekstraraðilar þeirra. Vísir/Vilhelm Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti en í breytingunum felst meðal annars að krám, skemmtistöðum og spilakassasölum verður heimilt að opna á ný að uppfylltum skilyrðum. Verður stöðunum leyft að hafa opið til klukkan 22 á kvöldin líkt og veitingastöðum og um þá gilda einnig sömu 20 manna fjöldatakmörk. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram 20 manns en með rýmri undantekningum en áður. Á sama tíma haldast reglur um tveggja metra nálægðarmörk og grímuskyldu óbreyttar. Með breytingunum færast fjöldatakmörk í sviðslistum og útförum úr 100 í 150. Heilsu- og líkamsræktarstöðvum er heimilt að opna búningsaðstöðu sína á ný og æfingar í tækjasal eru leyfðar með skilyrðum. Flýtti afléttingum vegna góðs gengis Nýju reglurnar eru í gildi fram til 3. mars næstkomandi. Fyrri reglugerð átti að gilda til 17. febrúar en vegna þess hversu vel hefur tekist að draga úr fjölda smita hér á landi taldi sóttvarnalæknir tilefni til afléttinga fyrr. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti breytingarnar á á föstudag og sagðist hafa fallist á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Þetta eru varfærin skref, ekki stór en okkur finnst endurspegla það að Ísland sé grænt og sker sig þannig úr,“ sagði Svandís á föstudag. Undantekningar frá 20 manna fjöldatakmörkunum Eftirtaldar undantekningar eru frá 20 manna fjöldatakmörkunum en áfram gilda þó ákvæði um tveggja metra nálægðartakmörk og grímuskyldu líkt og áður segir. Fjöldatakmörkin eiga ekki við um börn fædd 2005 eða síðar þar sem þau eru undanþegin ákvæðum um fjöldatakmörk, nálægðarmörk og grímuskyldu. Trú- og lífsskoðunarfélög: Við allar athafnir mega vera 150 fullorðnir einstaklingar. Verslanir: Heimilt verður að taka við 150 viðskiptavinum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Söfn: Heimilt er að taka á móti 150 gestum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Sviðslistir: Heimilt er að taka á móti 150 gestum í sæti. Hugarleikir: Reglur sem gilt hafa um íþróttaæfingar og keppnir munu nú gilda á sama hátt um t.d. skák, bridds og bingó og sambærilega hugarleiki. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar mega opna búningsaðstöðu að nýju og æfingar í tækjasal verða heimilaðar að því gefnu að ekki séu fleiri en 20 manns í hverju rými og skulu þeir skrá þátttöku sína fyrirfram. Leyfilegur hámarksfjöldi gesta nemur helmingi af þeim fjölda sem kveðið er á um í starfsleyfi. Allur búnaður skal sótthreinsaður eftir notkun og tryggja skal að einstaklingar fari ekki á milli rýma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Verður stöðunum leyft að hafa opið til klukkan 22 á kvöldin líkt og veitingastöðum og um þá gilda einnig sömu 20 manna fjöldatakmörk. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram 20 manns en með rýmri undantekningum en áður. Á sama tíma haldast reglur um tveggja metra nálægðarmörk og grímuskyldu óbreyttar. Með breytingunum færast fjöldatakmörk í sviðslistum og útförum úr 100 í 150. Heilsu- og líkamsræktarstöðvum er heimilt að opna búningsaðstöðu sína á ný og æfingar í tækjasal eru leyfðar með skilyrðum. Flýtti afléttingum vegna góðs gengis Nýju reglurnar eru í gildi fram til 3. mars næstkomandi. Fyrri reglugerð átti að gilda til 17. febrúar en vegna þess hversu vel hefur tekist að draga úr fjölda smita hér á landi taldi sóttvarnalæknir tilefni til afléttinga fyrr. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti breytingarnar á á föstudag og sagðist hafa fallist á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Þetta eru varfærin skref, ekki stór en okkur finnst endurspegla það að Ísland sé grænt og sker sig þannig úr,“ sagði Svandís á föstudag. Undantekningar frá 20 manna fjöldatakmörkunum Eftirtaldar undantekningar eru frá 20 manna fjöldatakmörkunum en áfram gilda þó ákvæði um tveggja metra nálægðartakmörk og grímuskyldu líkt og áður segir. Fjöldatakmörkin eiga ekki við um börn fædd 2005 eða síðar þar sem þau eru undanþegin ákvæðum um fjöldatakmörk, nálægðarmörk og grímuskyldu. Trú- og lífsskoðunarfélög: Við allar athafnir mega vera 150 fullorðnir einstaklingar. Verslanir: Heimilt verður að taka við 150 viðskiptavinum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Söfn: Heimilt er að taka á móti 150 gestum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Sviðslistir: Heimilt er að taka á móti 150 gestum í sæti. Hugarleikir: Reglur sem gilt hafa um íþróttaæfingar og keppnir munu nú gilda á sama hátt um t.d. skák, bridds og bingó og sambærilega hugarleiki. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar mega opna búningsaðstöðu að nýju og æfingar í tækjasal verða heimilaðar að því gefnu að ekki séu fleiri en 20 manns í hverju rými og skulu þeir skrá þátttöku sína fyrirfram. Leyfilegur hámarksfjöldi gesta nemur helmingi af þeim fjölda sem kveðið er á um í starfsleyfi. Allur búnaður skal sótthreinsaður eftir notkun og tryggja skal að einstaklingar fari ekki á milli rýma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?