Engar fregnir eftir nóttina og herinn sendir þyrlur til leitar Sylvía Hall skrifar 6. febrúar 2021 07:29 John Snorri Sigurjónsson ásamt feðgunum Ali og Sajid, en Sajid sneri við eftir að súrefniskútur hans hætti að virka. Ekkert hefur spurst til John og Ali. John Snorri Sigurjónsson Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans í rúman sólarhring. Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma, en hópurinn lagði af stað á fimmtudag áleiðis á topp K2. Pakistanski herinn mun senda þyrlur til að leita að hópnum. John Snorri gengur ásamt feðgunum Ali Sadpara og Sajid Sadpara auk JP Mohr frá Chile, en þeir hafa stefnt að því að ná tindi K2 að vetrarlagi. Slík för þykir afar hættuleg en fjallið er 8.611 metrar, næsthæsta fjall heims. Sajid sneri þó við á lokasprettinum þegar súrefniskútur hans hætti að virka. Engar fregnir hafa þó borist af hópnum síðan þeir sáust síðast á föstudagsmorgun. „Okkur þykir miður að greina frá því að við höfum ekki fengið neinar fréttir af John, Ali og Pablo eftir nóttina. Eina sem við vitum er að Sajid Ali er öruggur á leið niður úr þriðju búðum,“ segir í færslu á Facebook-síðu Johns Snorra. Þar er pakistanska hernum þakkað fyrir viðbrögð sín sem og utanríkisráðuneytinu hér á landi. „Takk fyrir stuðninginn, við höldum í trúna.“ Sjerpar fluttir á fjallið til leitar Fram kom á Instagram-síðu John Snorra í gærmorgun að fjórmenningarnir hefðu verið á göngu í tólf og hálfan tíma. Áætlaði hann að það tæki fimmtán til sextán klukkustundir að komast á toppinn. Ískalt er í efstu hæðum K2 þar sem frostið er um 40 gráður og enn kaldara með vindáhrifum. Hægt hefur verið að fylgjast með John Snorra á göngu í gegnum Garmin-búnað og þannig staðsetja hann í fjallinu. Rafhlaðan kláraðist í kuldanum í hlíðum K2 og því ekki verið hægt að fylgjast með þar síðan. John Snorri hefur notað búnað frá Garmin og var hægt að fylgjast með staðsetningu hans áður en rafhlaðan kláraðist.Skjáskot/Garmin Fjallgöngumaðurinn og tindaþjálfarinn Alan Arnette hefur fylgst með stöðu mála á bloggsíðu sinni. Í nýrri færslu greinir hann frá fyrirhugaðri leit hersins, en við leitina verða sjerpar, sem hafa séð um leiðsögn fyrir göngumenn um áratugaskeið, fluttir með þyrlum ofarlega á fjallið. „Það er óvíst hversu hátt þyrlurnar komast þegar vindurinn nær rúmlega þrettán metrum á sekúndu í tuttugu þúsund feta hæð,“ skrifar Arnette, sem býst ekki við frekari upplýsingum fyrr en eftir nokkrar klukkustundir. „Mögulega ekki fyrr en seint á laugardag eða jafnvel á sunnudag.“ Fjallgöngumaðurinn Muhammad Ali segir björgunaraðila búa sig undir mögulegar björgunaraðgerðir. Enn sé beðið eftir fregnum af göngumönnunum. Update: #k2winterexpedition2021We are still waiting for Ali, John Snorri and JP Mohr to get in contact. While precautionary measures are being undertaken in case of a rescue being necessary. Last communication b/w sajid and base camp was at 01:00am and 04:00am. PrayersRao Ahmad— Muhammad Ali Sadpara (@ali_sadpara) February 6, 2021 Nepal Íslendingar erlendis Pakistan Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Enn ekkert heyrst frá John Snorra Tæplega þrjátíu klukkustundir eru liðnar síðan John Snorri Sigurjónsson og ferðafélagar hans lögðu af stað úr þriðju búðum lokaáfangann áleiðis á topp K2 í Pakistan. Þeir lögðu fjórir af stað en einn í hópnum sneri við á leiðinni vegna vandamála með súrefniskútinn hans. 5. febrúar 2021 23:41 Lína Móey bíður eftir að heyra frá John Snorra Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar fjallagarps, hefur sagt vinum fjölskyldunnar frá nýjustu tíðindum sem hún hafi af eiginmanni sínum sem stefnir ótrauður á topp K2. Hún segist hafa ákveðið að setja upplýsingar inn á Facebook til að hughreysta fólk eins og sjálfa sig enda margir áhyggjufullir. 5. febrúar 2021 15:27 John Snorri lagður af stað á toppinn John Snorri Sigurjónsson hefur lagt af stað á toppinn á fjallinu K2 ásamt föruneyti sínu, feðgunum Ali og Sajid. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Johns Snorra í kvöld. 4. febrúar 2021 22:14 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Sjá meira
John Snorri gengur ásamt feðgunum Ali Sadpara og Sajid Sadpara auk JP Mohr frá Chile, en þeir hafa stefnt að því að ná tindi K2 að vetrarlagi. Slík för þykir afar hættuleg en fjallið er 8.611 metrar, næsthæsta fjall heims. Sajid sneri þó við á lokasprettinum þegar súrefniskútur hans hætti að virka. Engar fregnir hafa þó borist af hópnum síðan þeir sáust síðast á föstudagsmorgun. „Okkur þykir miður að greina frá því að við höfum ekki fengið neinar fréttir af John, Ali og Pablo eftir nóttina. Eina sem við vitum er að Sajid Ali er öruggur á leið niður úr þriðju búðum,“ segir í færslu á Facebook-síðu Johns Snorra. Þar er pakistanska hernum þakkað fyrir viðbrögð sín sem og utanríkisráðuneytinu hér á landi. „Takk fyrir stuðninginn, við höldum í trúna.“ Sjerpar fluttir á fjallið til leitar Fram kom á Instagram-síðu John Snorra í gærmorgun að fjórmenningarnir hefðu verið á göngu í tólf og hálfan tíma. Áætlaði hann að það tæki fimmtán til sextán klukkustundir að komast á toppinn. Ískalt er í efstu hæðum K2 þar sem frostið er um 40 gráður og enn kaldara með vindáhrifum. Hægt hefur verið að fylgjast með John Snorra á göngu í gegnum Garmin-búnað og þannig staðsetja hann í fjallinu. Rafhlaðan kláraðist í kuldanum í hlíðum K2 og því ekki verið hægt að fylgjast með þar síðan. John Snorri hefur notað búnað frá Garmin og var hægt að fylgjast með staðsetningu hans áður en rafhlaðan kláraðist.Skjáskot/Garmin Fjallgöngumaðurinn og tindaþjálfarinn Alan Arnette hefur fylgst með stöðu mála á bloggsíðu sinni. Í nýrri færslu greinir hann frá fyrirhugaðri leit hersins, en við leitina verða sjerpar, sem hafa séð um leiðsögn fyrir göngumenn um áratugaskeið, fluttir með þyrlum ofarlega á fjallið. „Það er óvíst hversu hátt þyrlurnar komast þegar vindurinn nær rúmlega þrettán metrum á sekúndu í tuttugu þúsund feta hæð,“ skrifar Arnette, sem býst ekki við frekari upplýsingum fyrr en eftir nokkrar klukkustundir. „Mögulega ekki fyrr en seint á laugardag eða jafnvel á sunnudag.“ Fjallgöngumaðurinn Muhammad Ali segir björgunaraðila búa sig undir mögulegar björgunaraðgerðir. Enn sé beðið eftir fregnum af göngumönnunum. Update: #k2winterexpedition2021We are still waiting for Ali, John Snorri and JP Mohr to get in contact. While precautionary measures are being undertaken in case of a rescue being necessary. Last communication b/w sajid and base camp was at 01:00am and 04:00am. PrayersRao Ahmad— Muhammad Ali Sadpara (@ali_sadpara) February 6, 2021
Nepal Íslendingar erlendis Pakistan Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Enn ekkert heyrst frá John Snorra Tæplega þrjátíu klukkustundir eru liðnar síðan John Snorri Sigurjónsson og ferðafélagar hans lögðu af stað úr þriðju búðum lokaáfangann áleiðis á topp K2 í Pakistan. Þeir lögðu fjórir af stað en einn í hópnum sneri við á leiðinni vegna vandamála með súrefniskútinn hans. 5. febrúar 2021 23:41 Lína Móey bíður eftir að heyra frá John Snorra Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar fjallagarps, hefur sagt vinum fjölskyldunnar frá nýjustu tíðindum sem hún hafi af eiginmanni sínum sem stefnir ótrauður á topp K2. Hún segist hafa ákveðið að setja upplýsingar inn á Facebook til að hughreysta fólk eins og sjálfa sig enda margir áhyggjufullir. 5. febrúar 2021 15:27 John Snorri lagður af stað á toppinn John Snorri Sigurjónsson hefur lagt af stað á toppinn á fjallinu K2 ásamt föruneyti sínu, feðgunum Ali og Sajid. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Johns Snorra í kvöld. 4. febrúar 2021 22:14 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Sjá meira
Enn ekkert heyrst frá John Snorra Tæplega þrjátíu klukkustundir eru liðnar síðan John Snorri Sigurjónsson og ferðafélagar hans lögðu af stað úr þriðju búðum lokaáfangann áleiðis á topp K2 í Pakistan. Þeir lögðu fjórir af stað en einn í hópnum sneri við á leiðinni vegna vandamála með súrefniskútinn hans. 5. febrúar 2021 23:41
Lína Móey bíður eftir að heyra frá John Snorra Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar fjallagarps, hefur sagt vinum fjölskyldunnar frá nýjustu tíðindum sem hún hafi af eiginmanni sínum sem stefnir ótrauður á topp K2. Hún segist hafa ákveðið að setja upplýsingar inn á Facebook til að hughreysta fólk eins og sjálfa sig enda margir áhyggjufullir. 5. febrúar 2021 15:27
John Snorri lagður af stað á toppinn John Snorri Sigurjónsson hefur lagt af stað á toppinn á fjallinu K2 ásamt föruneyti sínu, feðgunum Ali og Sajid. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Johns Snorra í kvöld. 4. febrúar 2021 22:14