Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. febrúar 2021 19:05 Hinum 22 ára Uhunoma Osayomore verður vísað úr landi að óbreyttu. AÐSEND Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. Uhunoma Osayomore er 22 ára og kemur frá Nígeríu. Hann flúði heimaríki sitt árið 2016 þá sautján ára gamall. Meginástæða flótta var alvarlegt ofbeldi og ofsóknir af hálfu föðurs. Óttast föður sinn Árið 2015 varð hann vitni að því að faðir hans myrti móður hans. Uhunoma segir föður sinn tengdan glæpastarfsemi í heimaríki sínu og var honum ráðlagt að leggja á flótta. Uhunoma hefur heimildir fyrir því að faðir hans muni drepa sig, snúi hann aftur til Nígeríu. Hann sótti um alþjóðlega vernd árið 2019 en var synjað í janúar á síðasta ári. Í júlí 2020 kærði hann ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að synja honum um alþjóðlega vernd á Íslandi og synjun um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Segir lögregluna spillta Magnús Norðdahl, lögmaður Uhunoma, segir kærunefnd Útlendingamála meta málið sem svo að aðstæður í Nígeríu séu öruggar. Var það mat nefndarinnar að kærandi geti, líkt og aðrir ríkisborgarar sem telja á réttindum sínum brotið, leitað aðstoðar og verndar yfirvalda þar í landi. „Það að hann geti leitað til lögreglu í Nígeríu er fjarstæðukennt. Það er sinnuleysi í garð þessa hóps,“ segir Magnús sem telur lögregluna í Nígeríu spillta. „Ekki eru bornar brigður á frásögn aðilans um kynferðisofbeldi og að hann sé fórnarlamb mansals. Stjórnvöld meta það samt svo að ástandið í Nígeríu sé öruggt fyrir þennan hóp,“ segir Magnús. Magnús Norðdahl er lögmaður Uhunoma Osayomore.Vísir Eins og ef einn geðlæknir í hálfu starfi þjónustaði alla Íslendinga Uhunoma óttast ofsóknir í heimaríki sínu föður síns. Hann kveðst ekkert bakland hafa í heimaríkinu og að heimildir bendi til þess að andlega veikir einstaklingar mæti fordómum og misbeitingu í Nígeríska heilbrigðiskerfinu. Þá telur hann að möguleikar hans á vernd lögreglu í Nígeríu séu ranglega metnir. „Hann er andlega veikur og talið er að hann, bæði sem fórnarlamb kynferðisofbeldis og vegna andlegra veikinda sinna, geti fengið þá aðstoð sem hann þarf í Nígeríu. Á sama tíma liggur það fyrir að fjöldi geðlækna þar í landi er innan við 300 í 200 milljón manna þjóð,“ sagði Magnús. „Þetta er sambærilegt við það að við Íslendingar allir værum með einn geðlækni í hálfu starfi. Það að segja að þessi aðili sé öruggur og fái þjónustu í Nígeríu er rangt. Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat.“ Mál Uhunoma verður sent til Héraðsdóms Reykjavíkur á næstu dögum og endurupptökubeiðni mun einnig berast kærunefnd útlendingamála. Enn og aftur þarf að vekja athygli almennings á ótilhlýðilegri málsmeðferð stjórnvalda í málum hælisleitenda, nú í...Posted by Magnús Davíð Norðdahl on Thursday, February 4, 2021 Nígería Hælisleitendur Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Uhunoma Osayomore er 22 ára og kemur frá Nígeríu. Hann flúði heimaríki sitt árið 2016 þá sautján ára gamall. Meginástæða flótta var alvarlegt ofbeldi og ofsóknir af hálfu föðurs. Óttast föður sinn Árið 2015 varð hann vitni að því að faðir hans myrti móður hans. Uhunoma segir föður sinn tengdan glæpastarfsemi í heimaríki sínu og var honum ráðlagt að leggja á flótta. Uhunoma hefur heimildir fyrir því að faðir hans muni drepa sig, snúi hann aftur til Nígeríu. Hann sótti um alþjóðlega vernd árið 2019 en var synjað í janúar á síðasta ári. Í júlí 2020 kærði hann ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að synja honum um alþjóðlega vernd á Íslandi og synjun um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Segir lögregluna spillta Magnús Norðdahl, lögmaður Uhunoma, segir kærunefnd Útlendingamála meta málið sem svo að aðstæður í Nígeríu séu öruggar. Var það mat nefndarinnar að kærandi geti, líkt og aðrir ríkisborgarar sem telja á réttindum sínum brotið, leitað aðstoðar og verndar yfirvalda þar í landi. „Það að hann geti leitað til lögreglu í Nígeríu er fjarstæðukennt. Það er sinnuleysi í garð þessa hóps,“ segir Magnús sem telur lögregluna í Nígeríu spillta. „Ekki eru bornar brigður á frásögn aðilans um kynferðisofbeldi og að hann sé fórnarlamb mansals. Stjórnvöld meta það samt svo að ástandið í Nígeríu sé öruggt fyrir þennan hóp,“ segir Magnús. Magnús Norðdahl er lögmaður Uhunoma Osayomore.Vísir Eins og ef einn geðlæknir í hálfu starfi þjónustaði alla Íslendinga Uhunoma óttast ofsóknir í heimaríki sínu föður síns. Hann kveðst ekkert bakland hafa í heimaríkinu og að heimildir bendi til þess að andlega veikir einstaklingar mæti fordómum og misbeitingu í Nígeríska heilbrigðiskerfinu. Þá telur hann að möguleikar hans á vernd lögreglu í Nígeríu séu ranglega metnir. „Hann er andlega veikur og talið er að hann, bæði sem fórnarlamb kynferðisofbeldis og vegna andlegra veikinda sinna, geti fengið þá aðstoð sem hann þarf í Nígeríu. Á sama tíma liggur það fyrir að fjöldi geðlækna þar í landi er innan við 300 í 200 milljón manna þjóð,“ sagði Magnús. „Þetta er sambærilegt við það að við Íslendingar allir værum með einn geðlækni í hálfu starfi. Það að segja að þessi aðili sé öruggur og fái þjónustu í Nígeríu er rangt. Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat.“ Mál Uhunoma verður sent til Héraðsdóms Reykjavíkur á næstu dögum og endurupptökubeiðni mun einnig berast kærunefnd útlendingamála. Enn og aftur þarf að vekja athygli almennings á ótilhlýðilegri málsmeðferð stjórnvalda í málum hælisleitenda, nú í...Posted by Magnús Davíð Norðdahl on Thursday, February 4, 2021
Nígería Hælisleitendur Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17