„Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 21:31 Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir eru meðal þeirra foreldra sem segja sögu sína á þættinum Líf dafnar. Líf dafnar Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. „Um leið og við tókum ákvörðunina að fara þessa leið þá var eins og allir bakpokarnir dyttu af og maður var bara léttur, bara frjáls. Okei ég þarf ekki að fara í gegnum þetta helvíti sem ófrjósemin er og öll þessi meðferð er ógeð.“ Gekk í hringi Það ferli tók þrjú ár í viðbót, svo þegar símtalið loksins kom var það tilfinningaþrungin stund. Selma var í vinnunni á leikskólanum þegar Kristinn frá Íslenskri ættleiðingu hringdi og sagði henni að nú væri komið að þessu, það væri búið að finna barn fyrir þau barn í Tékklandi. „Ég fæ gæsahúð að tala um þetta,“ segir Selma. Þau sögðu sína sögðu í fimmta þættinum af Líf dafnar sem sýndur var í gær. Selma brast í grát þegar símtalið kom og lét Steina strax vita að þau þyrftu að mæta upp á íslenska ættleiðingu að skrifa undir pappíra. „Ég sagði já allt í lagi, á nærbuxunum og ég labbaði bara hringinn í kringum íbúðina. Bara örugglega svona tíu sinnum. Ég fór í bolinn öfugt og vissi ekkert hvað væri að gerast,“ rifjar Steini upp. Óraunverulegt augnablik Þau segja bæði að þegar þau fengu að sjá mynd af barninu sínu í fyrsta skipti, hafi tengingin myndast. „Ég fann þegar ég horfði á myndina, ég hef aldrei hitt hann, en ég elska þetta barn svo mikið og ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn.“ Steini segir að þau hafi á þessari stund orðið fjölskylda. Þau höfðu samt á þessum tímapunkti aldrei hitt barnið sitt, tveggja ára dreng frá Tékklandi. Þau deildu myndböndum frá því þegar þau hittu hann í fyrsta skiptið í þættinum og augnablikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. „Hann var svo hlédrægur og feiminn og labbar náttúrulega löturhægt og skilur ekkert hvað er að gerast. Mér fannst þetta svo óraunverulegt,“ segir Selma. „Ef þessi vídeó væru ekki til þá myndi ég ekki muna neitt eftir þessu,“ segir Steini. Hægt er að heyra brot af þeirra sögu í spilaranum hér fyrir neðan. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni. Líf dafnar eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudögum og koma samhliða því textaðir og ótextaðir inn á Stöð 2+. Klippa: Líf dafnar - Steinn og Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland. Kviknar Líf dafnar Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Um leið og við tókum ákvörðunina að fara þessa leið þá var eins og allir bakpokarnir dyttu af og maður var bara léttur, bara frjáls. Okei ég þarf ekki að fara í gegnum þetta helvíti sem ófrjósemin er og öll þessi meðferð er ógeð.“ Gekk í hringi Það ferli tók þrjú ár í viðbót, svo þegar símtalið loksins kom var það tilfinningaþrungin stund. Selma var í vinnunni á leikskólanum þegar Kristinn frá Íslenskri ættleiðingu hringdi og sagði henni að nú væri komið að þessu, það væri búið að finna barn fyrir þau barn í Tékklandi. „Ég fæ gæsahúð að tala um þetta,“ segir Selma. Þau sögðu sína sögðu í fimmta þættinum af Líf dafnar sem sýndur var í gær. Selma brast í grát þegar símtalið kom og lét Steina strax vita að þau þyrftu að mæta upp á íslenska ættleiðingu að skrifa undir pappíra. „Ég sagði já allt í lagi, á nærbuxunum og ég labbaði bara hringinn í kringum íbúðina. Bara örugglega svona tíu sinnum. Ég fór í bolinn öfugt og vissi ekkert hvað væri að gerast,“ rifjar Steini upp. Óraunverulegt augnablik Þau segja bæði að þegar þau fengu að sjá mynd af barninu sínu í fyrsta skipti, hafi tengingin myndast. „Ég fann þegar ég horfði á myndina, ég hef aldrei hitt hann, en ég elska þetta barn svo mikið og ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn.“ Steini segir að þau hafi á þessari stund orðið fjölskylda. Þau höfðu samt á þessum tímapunkti aldrei hitt barnið sitt, tveggja ára dreng frá Tékklandi. Þau deildu myndböndum frá því þegar þau hittu hann í fyrsta skiptið í þættinum og augnablikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. „Hann var svo hlédrægur og feiminn og labbar náttúrulega löturhægt og skilur ekkert hvað er að gerast. Mér fannst þetta svo óraunverulegt,“ segir Selma. „Ef þessi vídeó væru ekki til þá myndi ég ekki muna neitt eftir þessu,“ segir Steini. Hægt er að heyra brot af þeirra sögu í spilaranum hér fyrir neðan. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni. Líf dafnar eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudögum og koma samhliða því textaðir og ótextaðir inn á Stöð 2+. Klippa: Líf dafnar - Steinn og Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Kviknar Líf dafnar Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira