„Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 21:31 Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir eru meðal þeirra foreldra sem segja sögu sína á þættinum Líf dafnar. Líf dafnar Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. „Um leið og við tókum ákvörðunina að fara þessa leið þá var eins og allir bakpokarnir dyttu af og maður var bara léttur, bara frjáls. Okei ég þarf ekki að fara í gegnum þetta helvíti sem ófrjósemin er og öll þessi meðferð er ógeð.“ Gekk í hringi Það ferli tók þrjú ár í viðbót, svo þegar símtalið loksins kom var það tilfinningaþrungin stund. Selma var í vinnunni á leikskólanum þegar Kristinn frá Íslenskri ættleiðingu hringdi og sagði henni að nú væri komið að þessu, það væri búið að finna barn fyrir þau barn í Tékklandi. „Ég fæ gæsahúð að tala um þetta,“ segir Selma. Þau sögðu sína sögðu í fimmta þættinum af Líf dafnar sem sýndur var í gær. Selma brast í grát þegar símtalið kom og lét Steina strax vita að þau þyrftu að mæta upp á íslenska ættleiðingu að skrifa undir pappíra. „Ég sagði já allt í lagi, á nærbuxunum og ég labbaði bara hringinn í kringum íbúðina. Bara örugglega svona tíu sinnum. Ég fór í bolinn öfugt og vissi ekkert hvað væri að gerast,“ rifjar Steini upp. Óraunverulegt augnablik Þau segja bæði að þegar þau fengu að sjá mynd af barninu sínu í fyrsta skipti, hafi tengingin myndast. „Ég fann þegar ég horfði á myndina, ég hef aldrei hitt hann, en ég elska þetta barn svo mikið og ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn.“ Steini segir að þau hafi á þessari stund orðið fjölskylda. Þau höfðu samt á þessum tímapunkti aldrei hitt barnið sitt, tveggja ára dreng frá Tékklandi. Þau deildu myndböndum frá því þegar þau hittu hann í fyrsta skiptið í þættinum og augnablikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. „Hann var svo hlédrægur og feiminn og labbar náttúrulega löturhægt og skilur ekkert hvað er að gerast. Mér fannst þetta svo óraunverulegt,“ segir Selma. „Ef þessi vídeó væru ekki til þá myndi ég ekki muna neitt eftir þessu,“ segir Steini. Hægt er að heyra brot af þeirra sögu í spilaranum hér fyrir neðan. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni. Líf dafnar eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudögum og koma samhliða því textaðir og ótextaðir inn á Stöð 2+. Klippa: Líf dafnar - Steinn og Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland. Kviknar Líf dafnar Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
„Um leið og við tókum ákvörðunina að fara þessa leið þá var eins og allir bakpokarnir dyttu af og maður var bara léttur, bara frjáls. Okei ég þarf ekki að fara í gegnum þetta helvíti sem ófrjósemin er og öll þessi meðferð er ógeð.“ Gekk í hringi Það ferli tók þrjú ár í viðbót, svo þegar símtalið loksins kom var það tilfinningaþrungin stund. Selma var í vinnunni á leikskólanum þegar Kristinn frá Íslenskri ættleiðingu hringdi og sagði henni að nú væri komið að þessu, það væri búið að finna barn fyrir þau barn í Tékklandi. „Ég fæ gæsahúð að tala um þetta,“ segir Selma. Þau sögðu sína sögðu í fimmta þættinum af Líf dafnar sem sýndur var í gær. Selma brast í grát þegar símtalið kom og lét Steina strax vita að þau þyrftu að mæta upp á íslenska ættleiðingu að skrifa undir pappíra. „Ég sagði já allt í lagi, á nærbuxunum og ég labbaði bara hringinn í kringum íbúðina. Bara örugglega svona tíu sinnum. Ég fór í bolinn öfugt og vissi ekkert hvað væri að gerast,“ rifjar Steini upp. Óraunverulegt augnablik Þau segja bæði að þegar þau fengu að sjá mynd af barninu sínu í fyrsta skipti, hafi tengingin myndast. „Ég fann þegar ég horfði á myndina, ég hef aldrei hitt hann, en ég elska þetta barn svo mikið og ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn.“ Steini segir að þau hafi á þessari stund orðið fjölskylda. Þau höfðu samt á þessum tímapunkti aldrei hitt barnið sitt, tveggja ára dreng frá Tékklandi. Þau deildu myndböndum frá því þegar þau hittu hann í fyrsta skiptið í þættinum og augnablikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. „Hann var svo hlédrægur og feiminn og labbar náttúrulega löturhægt og skilur ekkert hvað er að gerast. Mér fannst þetta svo óraunverulegt,“ segir Selma. „Ef þessi vídeó væru ekki til þá myndi ég ekki muna neitt eftir þessu,“ segir Steini. Hægt er að heyra brot af þeirra sögu í spilaranum hér fyrir neðan. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni. Líf dafnar eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudögum og koma samhliða því textaðir og ótextaðir inn á Stöð 2+. Klippa: Líf dafnar - Steinn og Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Kviknar Líf dafnar Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira