Lífið

Krókódíll kom sér þægilega fyrir í sundlauginni í bakgarðinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekki beint það sem eigendur húsa vilja ganga fram á um morguninn. 
Ekki beint það sem eigendur húsa vilja ganga fram á um morguninn. 

Nokkuð athyglisvert myndband náðist í öryggismyndavélakerfi hjá fjölskyldu í Suður Afríku.

Um miðja nótt mátti sjá krókódíl skríða að sundlaug í bakgarði hússins og koma sér þægilega fyrir í lauginni.

Krókódíllinn var þar um stund og fór heldur betur vel um hann í lauginni. Krókódíllinn var fjarlægður um morguninn af yfirvöldum og komið fyrir á viðeigandi stað. 

Fréttastofa ABC greinir frá og birtir myndband af atvikinu á Twitter-síðu sinni sem sjá má hér að neðan.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.