Jody var greinilega algjörlega ómeðvitaður um björninn og hélt áfram að spila, dilla sér og lifa sig inn í tónlistina. Í myndbandinu má sjá hvernig svartbjörninn rís á afturlappirnar í dyragættinni, hlustar á tónlistina og gerir sig svo líklegan til að reyna að opna hurðina.
Jody virðist átta sig á að það er einhver sem bíður hinum meginn við örþunnt flugnanetið og röltir af stað til að kanna málið. Hann gengur í átt að birninum, áttar sig á stöðunni og kippist við. Í sömu andrá virðist bjössi litli annað hvort hrekjast í burtu eða fá sig bara fullsaddan af þessum látum.