Rúnar Alex fyrsti íslenski markvörðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2021 20:20 Rúnar Alex í leiknum í kvöld. Catherine Ivill/Getty Images Rúnar Alex Rúnarsson skráði sig á spjöld knattspyrnusögunnar í kvöld er hann varð fyrsti íslenski markvörðurinn til að standa í marki liðs í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er Arsenal tapaði 2-1 gegn Wolves í kvöld. Rúnar Alex hóf leik kvöldsins á varamannabekk Arsenal en hinn þýski Bernd Leno var að venju á milli stanganna. Segja má að Rúnar Alex hafi verið nokkuð óvænt á varamannabekk liðsins í kvöld en Mat Ryan – sem kom á láni frá Brighton & Hove Albion – er meiddur og var ekki með í kvöld. Staðan var 2-1 Wolves í vil þegar Rúnar Alex kom inn í kvöld. Ástæðan var sú að Leno rak hendi í knöttinn fyrir utan vítateig á 72. mínútu og þar sem leikmaður Wolves var nálægt honum þá var Þjóðverjinn sendur í sturtu fyrir að ræna marktækifæri. Söguleg stund. Rúnar Alex Rúnarsson fyrsti íslenski markmaðurinn til að spila í Premier League.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 2, 2021 Um var að ræða annað rauða spjald Arsenal í leiknum þar sem David Luiz fékk rautt spjald er fyrri hálfleikur var í þann mund að enda. Rúnar Alex átti mjög fína innkomu og varði í tvígang vel er níu leikmenn Arsenal gerðu sitt besta til að jafna metin. Gestirnir fengu aukaspyrnu á vallarhelmingi Wolves er uppbótartíminn var við það að renna út og tók Rúnar spyrnuna. Heimamenn skölluðu frá og leiknum lauk því með 2-1 sigri Wolves. Söguleg stund á Síminn Sport.Rúnar Alex Rúnarsson fyrsti íslenski markvörðurinn sem spilar í Premier League. pic.twitter.com/ZtglZVEoQQ— Síminn (@siminn) February 2, 2021 Eins og áður kom fram varð Rúnar samt sem áður fyrsti íslenski markvörðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni með innkomunni í kvöld. Þar sem áðurnefndur Mat Ryan er sem stendur á meiðslalista Arsenal gæti verið svo að Rúnar Alex verði fyrsti íslenski markvörðurinn til að byrja leik í ensku úrvalsdeildinni er Arsenal mætir Aston Villa þann 6. febrúar. Nú er bara að bíða og sjá, og vona. Fyndið að sjá enska stuðningsmenn Arsenal vonast eftir því að fá Mat Ryan heilan fyrir laugardaginn. Hann er jú LÉLEGASTI markvörður deildarinnar á þessari leiktíð. Gaurinn er með solid 50% vörslu sem væri vissulega gott í handbolta en sá næst slakasti er með 61% vörslu.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 2, 2021 Fótbolti Enski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Arsenal sá tvö rauð í tapi gegn Wolves | Sharp gaf Sheffield líflínu Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Wolves vann 2-1 heimasigur á Arsenal þar sem gestirnir fengu tvívegis að líta rauða spjaldið. Þá vann Sheffield United 2-1 sigur í uppgjöri botnliða deildarinnar. 2. febrúar 2021 20:00 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Rúnar Alex hóf leik kvöldsins á varamannabekk Arsenal en hinn þýski Bernd Leno var að venju á milli stanganna. Segja má að Rúnar Alex hafi verið nokkuð óvænt á varamannabekk liðsins í kvöld en Mat Ryan – sem kom á láni frá Brighton & Hove Albion – er meiddur og var ekki með í kvöld. Staðan var 2-1 Wolves í vil þegar Rúnar Alex kom inn í kvöld. Ástæðan var sú að Leno rak hendi í knöttinn fyrir utan vítateig á 72. mínútu og þar sem leikmaður Wolves var nálægt honum þá var Þjóðverjinn sendur í sturtu fyrir að ræna marktækifæri. Söguleg stund. Rúnar Alex Rúnarsson fyrsti íslenski markmaðurinn til að spila í Premier League.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 2, 2021 Um var að ræða annað rauða spjald Arsenal í leiknum þar sem David Luiz fékk rautt spjald er fyrri hálfleikur var í þann mund að enda. Rúnar Alex átti mjög fína innkomu og varði í tvígang vel er níu leikmenn Arsenal gerðu sitt besta til að jafna metin. Gestirnir fengu aukaspyrnu á vallarhelmingi Wolves er uppbótartíminn var við það að renna út og tók Rúnar spyrnuna. Heimamenn skölluðu frá og leiknum lauk því með 2-1 sigri Wolves. Söguleg stund á Síminn Sport.Rúnar Alex Rúnarsson fyrsti íslenski markvörðurinn sem spilar í Premier League. pic.twitter.com/ZtglZVEoQQ— Síminn (@siminn) February 2, 2021 Eins og áður kom fram varð Rúnar samt sem áður fyrsti íslenski markvörðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni með innkomunni í kvöld. Þar sem áðurnefndur Mat Ryan er sem stendur á meiðslalista Arsenal gæti verið svo að Rúnar Alex verði fyrsti íslenski markvörðurinn til að byrja leik í ensku úrvalsdeildinni er Arsenal mætir Aston Villa þann 6. febrúar. Nú er bara að bíða og sjá, og vona. Fyndið að sjá enska stuðningsmenn Arsenal vonast eftir því að fá Mat Ryan heilan fyrir laugardaginn. Hann er jú LÉLEGASTI markvörður deildarinnar á þessari leiktíð. Gaurinn er með solid 50% vörslu sem væri vissulega gott í handbolta en sá næst slakasti er með 61% vörslu.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 2, 2021
Fótbolti Enski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Arsenal sá tvö rauð í tapi gegn Wolves | Sharp gaf Sheffield líflínu Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Wolves vann 2-1 heimasigur á Arsenal þar sem gestirnir fengu tvívegis að líta rauða spjaldið. Þá vann Sheffield United 2-1 sigur í uppgjöri botnliða deildarinnar. 2. febrúar 2021 20:00 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Arsenal sá tvö rauð í tapi gegn Wolves | Sharp gaf Sheffield líflínu Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Wolves vann 2-1 heimasigur á Arsenal þar sem gestirnir fengu tvívegis að líta rauða spjaldið. Þá vann Sheffield United 2-1 sigur í uppgjöri botnliða deildarinnar. 2. febrúar 2021 20:00