Innlent

Gunnar Bragi í rjómabaði á Alþingi

Jakob Bjarnar skrifar
Gunnar Bragi fékk yfir sig rjómagusurnar í matsal Alþingis nú í drekkutímanum. Hann segir að Birgir Ármannsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sé ábyrgur fyrir rjómabaðinu.
Gunnar Bragi fékk yfir sig rjómagusurnar í matsal Alþingis nú í drekkutímanum. Hann segir að Birgir Ármannsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sé ábyrgur fyrir rjómabaðinu. skjáskot

Rjómi slettist upp um alla veggi í matsal Alþingis í drekkutímanum.

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins fékk yfir sig rjómagusurnar þar sem hann vildi gæða sér á kökusneið. Gunnar Bragi greinir sjálfur frá þessu á Facebookvegg sínum.

„Átök” á Alþingi eru þekkt en í dag náðu þau inn í matsalinn. Hinn annars dagfarsprúði Birgir Ármannsson þóttist ætla að gefa mér rjóma á kökusneið. Málið er nú í höndum forsætisnefndar,“ gantast þingmaðurinn og bætir við: „…eða þannig.“

Átök á Alþingi eru þekkt en í dag náðu þau inn í matsalinn. Hinn annars dagfarsprúði Birgir Ármannsson þóttist ætla að gefa mér rjóma á kökusneið. Málið er nú í höndum forsætisnefndar ...eða þannig.

Posted by Gunnar Bragi Sveinsson on Þriðjudagur, 2. febrúar 2021

Glens þingmannsins fellur vel í kramið og þegar hefur fjöldi manna gefið til kynna að þeim líki þessi gamansemi afar vel. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir þetta „siðanefndamál“.

Uppfært kl. 18:00

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gengist við því að hann beri ábyrgð á rjómabaði félaga síns, Gunnars Braga. Hann segir nánast stamandi (ef það er hægt á prenti) í athugasemd: „Eg axla ábyrgð... Félagar mínir eru sammála um að hleypa mér ekki aftur í rjómasprautuna... Bara einn eða tveir dagar síðan ég olli næstum tjóni með óvarlegri meðferð þannig tækis...”



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×