Innlent

Útför Svavars Gestssonar frá Dómkirkjunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svavar Gestsson var áhrifamaður í pólítík áratugum saman sat í fjölmörgum stjórnum og nefndum.
Svavar Gestsson var áhrifamaður í pólítík áratugum saman sat í fjölmörgum stjórnum og nefndum. Forlagið

Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, verður borinn til grafar í dag. Útför Svavars verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 13.

Vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirufaraldursins komast færri að en vilja í kirkjunni og hafa aðstandendur því ákveðið að streyma frá útförinni.

Streymið má sjá að neðan.

Uppfært: Útförinni er lokið en upptöku má sjá að neðan.


Tengdar fréttir

Svavar Gestsson er látinn

Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfararnótt 18. janúar. Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní 1944, sonur hjónanna Guðrúnar Valdimarsdóttur og Gests Sveinssonar. Svavar var elstur átta systkina.

„Nálgaðist tilveruna af áhuga og ástríðu allt til loka“

Fjölmargir minnast Svavars heitins Gestssonar, fyrrverandi ritstjóra, þingmanns, ráðherra og sendiherra, sem féll frá aðfaranótt 18. janúar. Forsætisráðherra rifjar upp sín fyrstu kynni af Svavari og fleiri hugsa hlýlega til hans á þessum tímamótum.

Svavar fór með á­horf­endur á æsku­slóðir sínar

Svavar Gestsson lýsti hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2017. Svavar fór þar með Kristjáni Má Unnarssyni um helstu söguslóðir Dalasýslu og rakti hvernig hann sá fyrir sér að treysta mætti byggðina með menningartengdri starfsemi, byggða á Íslendingasögunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×