Innlent

Mikill sinu­bruni­ við Korp­úlfs­staðaveg

Atli Ísleifsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Raki er í jörð svo mikill reykur berst frá svæðinu.
Raki er í jörð svo mikill reykur berst frá svæðinu. Vísir/Vilhelm

Mikill sinubruni logar nú við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík. Fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu og er slökkvistarf í gangi. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn sem og auka tankbíll úr Hafnarfirði.

Uppfært: Búið er að opna fyrir umferð og slökkvistarfi er lokið.

Upprunaleg frétt: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynningin skömmu fyrir klukkan átta. Mikill raki sé í jörðu sem leiði til þess að talsverður reykur berst frá svæðinu. Mikil vinna sé framundan.

Varðstjóri hjá slökkviliði hefur ekki fengið tilkynningu um hvort einhver hús séu í hættu, en um talsvert stórt svæði er að ræða. Þetta sé aðallega sina og erfitt að komast fyrir þetta enda sé mikill reykur af þessu. 

Vísir/Vilhelm

Íbúar meðal annars í Laugardal og vesturbæ Reykjavíkur hafa fundið fyrir brunalykt í hverfum sínum vegna brunans.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af vettvangi.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að Korpúlstaðavegur sé lokaður við Korpúlfstaði og Bakkastaði vegna sinubrunans. Reykur liggur yfir Víkurhverfi og íbúar beðnir um að loka gluggum.

Aðspurður hvort sina brenni á golfvellinum við Korpúlfsstaði segir varðstjóri svo ekki vera. Um sé að ræða svæðið norðan megin við Korpúlfsstaði og austan við Korpúlfsstaðaveginn, eiginlega framan við Bakkastaði.

Vísir/Vilhelm

Slökkvilið var að sinna öðru útkalli í Úlfarsárdal um svipað leyti og tilkynningin kom. Þar hafði pítsa brunnið í ofni í íbúð við Friggjarbrunn og þurfti að reykræsta íbúðina.

Fréttin var uppfærð kl. 09:20.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×