Innlent

Gunnar Ingiberg vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnar Ingiberg ætlar sér stóra hluti á kosningaári.
Gunnar Ingiberg ætlar sér stóra hluti á kosningaári.

Gunnar Ingiberg Guðmundsson, fyrrverandi varaþingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér til að leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu Gunnars Ingibergs til fjölmiðla.

Gunnar er uppalinn í Stykkishólmi er búsettur í Kópavogi og stundar nám við Háskólann í Reykjavík. Hann er menntaður skipstjórnarmaður, rekur eigin smábátaútgerð og segist hafa hug á því að fylgja eftir sjávarútvegstefnu Pírata.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.