Þetta kemur fram í nýjasta þætti Kompás þar sem rætt er við hjónin Aðalheiði Borgþórsdóttur og Sigfinn Mikaelsson. Þau hafa búið í húsi sem stendur við Búðará á Seyðisfirði í 37 ár. Sigfinnur var ásamt sonum sínum í húsinu þegar skriðan stóra féll úr fjallinu 18. desember.
„Strákarnir mínir öskra báðir á fullu að fjallið sé að koma á okkur og yngri strákurinn segir: Við erum að fara að deyja! Ég hélt að þetta væri oftúlkun hjá honum og náði að kíkja út um eldhúsgluggann og upp í fjallið og sá flóðbylgju koma niður sem stefndi beint á okkur. Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af," segir Sigfinnur.

Skriðan fór á einhvern ótrúlegan hátt framhjá húsinu þeirra en tók Framhúsið sem stóð skammt hjá. Dagna 14. - 18. desember var úrkoma á Seyðisfirði 570 millimetrar, en úrkoma á meðalárí í Reykjavík nær 860 millimetrum.
„Við vorum að ganga í gegnum hamfararigningar,“ segir Aðalheiður.
„Það vantaði bara skilgreininguna á því,“ bætir Sigfinnur við.
„Það var ekki búið að rýma svæðið, okkur finnst það svolítið alvarlegt. Það var hringt í okkur daginn áður og við vorum bara rosalega róleg. Við sváfum í húsinu nóttina áður og hann var að steypa hérna korter í skriðu. Það vantar skilgreiningu á hamfararingingu. Nú vitum hvað hún er og það hefði þurft að rýma þessar hlíðar miklu fyrr,“ segir Aðalheiður.
Kompás-þáttinn í heild má sjá hér fyrir neðan: