Innlent

Fóðrar fjörutíu til sextíu smáfugla í garðinum sínum

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Andrea Sif Jónsdóttir fóðrar fuglana.
Andrea Sif Jónsdóttir fóðrar fuglana. AÐSEND

Fuglavinurinn Andrea Sif Jónsdóttir fóðrar fjörutíu til sextíu smáfugla í garðinum sínum í Tunguvegi í Reykjavík daglega.

Hún segir að skógarþrestir og starrar komi aðallega í mat, stundum svartþrestir þó þeir séu svolítið feimnir. Andrea býr sjálf til fóðrið sem samanstendur af bleikjufóðri, tólg, óssöltuðu smjöri, höfrum og sólblómafræjum. 

Hér má sjá heimagerðu lúxusbitana sem fuglarnir gæða sér á.AÐSEND

Á laugardögum fá fuglarnir svo lúxusbita með rúsinum, mjölormum og eplum. Hún áætlar að fuglarnir éti um 14 til 21 kíló af fóðri á viku. Hún passar uppá að hafa volgt vatn fyrir þá sérstaklega þegar frost er svo þeir geti baðað sig.

Hin árlega garðfuglahelgi Fuglaverndar hófst í gær og stendur til 1. febrúar. Þá er fólk beðið um að senda félaginu upplýsingar um fjölda og tegundir smáfugla í heimagörðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×