Innlent

Drógu vélarvana flutningaskip til Patreksfjarðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Flutningaskipið sem varð vélarvana.
Flutningaskipið sem varð vélarvana. Gunnar Óli Björnsson

Björgunarskipið Vörður II á Patreksfirði var kallaður út laus eftir miðnætti í nótt vegna vélarvana flutningaskips utan við Tálkna sem skilur að Patreksfjörð og Tálknafjörð. Skipið er tæplega 90 metra langt.

Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg segir að útkallið hafi tekist einstaklega vel og leystist farsællega með góðu samstarfi áhafnar skipsins og Björgunarskipsins. Skipið var dregið inn Patreksfjörð og varpaði akkerum á skipallægi sem er rétt utan við höfnina við patreksfjörð.

Mikill stærðarmunur er á flutningaskipinu og björgunarskipinu sem er 16 metrar en með góða dráttargetu. Þetta útkall sýnir mikilvægi öflugra björgunarskipa við strendur landins, segir í tilkynningu frá Landsbjörg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×