Lífið

Byssan Cobra algjör bylting í slökkvistarfi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cobran var prufuð á æfingu á dögunum. 
Cobran var prufuð á æfingu á dögunum. 

Hvers vegna í ósköpunum ætti nokkur að vilja hlaupa inn í brennandi byggingu? Slökkviliðsmennirnir í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hlakka til hvers dags og eru spenntir fyrir nýrri byssu sem þeir nota til að slökkva elda.

Í Íslandi í dag á Stöð 2 fór Sindri Sindrason sjálfur í gallann og fékk að sjá þetta nýja tæki sem gæti orðið algjör bylting í slökkvistarfi.

„Þetta er búnaður sem er búinn að vera í þróun síðan 1996 og var svona fullþróað í því formi sem hann er í dag í kringum 2012 en við erum að taka þetta inn hér á Íslandi í fyrsta skipti. Hann gefur okkar aðeins minni dropastærð þannig að hann kælir meira. Svo getum við bætt við þetta stálshalla og þetta er í raun vatn og miklu þrýstingi svo að við getum einnig skorið í gegnum glugga, steypu, stál og fleiri hluti,“ segir Bjarni Ingimarsson, slökkviliðsmaður í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Byssan á að kæla brunasvæðið áður en rokið er inn í hitann svo að vinnuskilyrðin verði þolanlegri. 

Þeir slökkviliðsmenn sem tóku þátt í æfingunni með Íslandi í dag voru allir mjög spenntir að prófa nýja græju.

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×