Johnson fer til Skotlands vegna vaxandi kröfu um sjálfstæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2021 23:15 Boris Johnson mun á morgun ferðast til Skotlands vegna vaxandi kröfu um sjálfstæði Skotlands. Nicola Sturgeon hefur gagnrýnt ákvörðun hans um að ferðast og segir það slæmt fordæmi vegna faraldursins. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun á morgun ferðast til Skotlands vegna vaxandi kröfu Skota um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði landsins fari fram. Johnson hefur verið mjög mótfallinn þeirri hugmynd og er gert ráð fyrir að hann muni berjast hart gegn því að Skotar yfirgefi ríkið. Undanfarin fimm ár hafa samskipti Skotlands og Bretlands farið versnandi meðal annars vegna Brexit, viðbragða breskra stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og ítrekaðrar kröfu skoskra stjórnvalda um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um skoskt sjálfstæði. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, hefur gagnrýnt Johnson harðlega undanfarna mánuði vegna viðbragða yfirvalda við faraldrinum. Johnson svaraði því að hluta í dag þegar hann sagði Skotland græða mikið á því að vera hluti af Bretlandi þar sem Skotar fengju skjótt og öruggt aðgengi að bóluefni Oxford háskóla sem nú er í dreifingu. „Við höfum tekið okkur á til þess að ráða niðurlögum veirunnar,“ sagði Johnson í dag. „Samvinna allra á Bretlandi í þessum faraldri er einmitt það sem Skotar kölluðu eftir og það er það sem við höfum einblínt á.“ Sturgeon benti hins vegar á það í dag að það skyti skökku við að forsætisráðherrann predikaði um aðgerðir vegna faraldursins en ætlaði nú að ferðast frá Lundúnum til Skotlands og spurði hvort heimsóknin væri virkilega nauðsynleg og sagði hana ekki gott fordæmi. Sturgeon hefur lýst því yfir að hún vonist til þess að flokkur hennar, skoski þjóðarflokkurinn, tryggi sér meirihluta í skosku þingkosningunum í maí næstkomandi. Það myndi gefa henni umboð til þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Kjósi Skotar að lýsa yfir sjálfstæði þýðir það að Bretland missir nærri þriðjung landssvæðis síns og nærri tíu prósent íbúa. Johnson, sem þyrfti að samþykkja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, hefur sagt ítrekað að ónauðsynlegt sé að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að Skotar kusu gegn sjálfstæði árið 2014. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2014 greiddu 55 prósent kjósenda gegn sjálfstæði og 45 prósent kjósenda með. Hins vegar vildi meirihluti Skota vera áfram í Evrópusambandinu, þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit fór fram, og síðan þá hafa skoskir þjóðernissinnar krafist nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Bretland Brexit Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segist aldrei hafa verið vissari um sjálfstæði Skotlands Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, segist „aldrei hafa verið eins viss“ um að sjálfstæði Skotlands verði að veruleika eins og nú. Búist er við því að Sturgeon muni fjalla um það í ræðu sinni á ársfundi Skoska þjóðarflokksins að stuðningur við sjálfstæði Skotlands sé nú „viðvarandi og njóti meirihlutastuðnings,“ að því er BBC greinir frá þar sem vitnað er í ræðu Sturgeon sem hún mun flytja á ársfundi á mánudaginn. 28. nóvember 2020 09:35 Mun nýta vikuna í að krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. 17. desember 2019 23:30 „Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Undanfarin fimm ár hafa samskipti Skotlands og Bretlands farið versnandi meðal annars vegna Brexit, viðbragða breskra stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og ítrekaðrar kröfu skoskra stjórnvalda um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um skoskt sjálfstæði. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, hefur gagnrýnt Johnson harðlega undanfarna mánuði vegna viðbragða yfirvalda við faraldrinum. Johnson svaraði því að hluta í dag þegar hann sagði Skotland græða mikið á því að vera hluti af Bretlandi þar sem Skotar fengju skjótt og öruggt aðgengi að bóluefni Oxford háskóla sem nú er í dreifingu. „Við höfum tekið okkur á til þess að ráða niðurlögum veirunnar,“ sagði Johnson í dag. „Samvinna allra á Bretlandi í þessum faraldri er einmitt það sem Skotar kölluðu eftir og það er það sem við höfum einblínt á.“ Sturgeon benti hins vegar á það í dag að það skyti skökku við að forsætisráðherrann predikaði um aðgerðir vegna faraldursins en ætlaði nú að ferðast frá Lundúnum til Skotlands og spurði hvort heimsóknin væri virkilega nauðsynleg og sagði hana ekki gott fordæmi. Sturgeon hefur lýst því yfir að hún vonist til þess að flokkur hennar, skoski þjóðarflokkurinn, tryggi sér meirihluta í skosku þingkosningunum í maí næstkomandi. Það myndi gefa henni umboð til þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Kjósi Skotar að lýsa yfir sjálfstæði þýðir það að Bretland missir nærri þriðjung landssvæðis síns og nærri tíu prósent íbúa. Johnson, sem þyrfti að samþykkja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, hefur sagt ítrekað að ónauðsynlegt sé að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að Skotar kusu gegn sjálfstæði árið 2014. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2014 greiddu 55 prósent kjósenda gegn sjálfstæði og 45 prósent kjósenda með. Hins vegar vildi meirihluti Skota vera áfram í Evrópusambandinu, þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit fór fram, og síðan þá hafa skoskir þjóðernissinnar krafist nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu.
Bretland Brexit Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segist aldrei hafa verið vissari um sjálfstæði Skotlands Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, segist „aldrei hafa verið eins viss“ um að sjálfstæði Skotlands verði að veruleika eins og nú. Búist er við því að Sturgeon muni fjalla um það í ræðu sinni á ársfundi Skoska þjóðarflokksins að stuðningur við sjálfstæði Skotlands sé nú „viðvarandi og njóti meirihlutastuðnings,“ að því er BBC greinir frá þar sem vitnað er í ræðu Sturgeon sem hún mun flytja á ársfundi á mánudaginn. 28. nóvember 2020 09:35 Mun nýta vikuna í að krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. 17. desember 2019 23:30 „Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Segist aldrei hafa verið vissari um sjálfstæði Skotlands Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, segist „aldrei hafa verið eins viss“ um að sjálfstæði Skotlands verði að veruleika eins og nú. Búist er við því að Sturgeon muni fjalla um það í ræðu sinni á ársfundi Skoska þjóðarflokksins að stuðningur við sjálfstæði Skotlands sé nú „viðvarandi og njóti meirihlutastuðnings,“ að því er BBC greinir frá þar sem vitnað er í ræðu Sturgeon sem hún mun flytja á ársfundi á mánudaginn. 28. nóvember 2020 09:35
Mun nýta vikuna í að krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. 17. desember 2019 23:30
„Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24