Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2025 07:52 Útlendingayfirvöld hafa verið að mæta í dómsali og viðtöl til að handtaka einstaklinga hvers mál voru í lögbundnu ferli. Getty/Michael M. Santiago Þrír erlendir ríkisborgarar sem mættu ásamt mökum sínum og jafnvel börnum í lokaviðtal hjá útlendingayfirvöldum í Bandaríkjunum í tengslum við umsókn um græna kortið svokallaða, voru handteknir í lok viðtalsins. „Ég þurfti að taka barnið okkar úr fangi grátandi eiginkonu minnar,“ segir hinn bandaríski Stephen Paul, sem var mættur í viðtalið með eiginkonu sinni, hinni bresku Katie Paul, og fjögurra mánaða barni þeirra. New York Times ræddi við Paul í tengslum við málið en atvikin áttu sér stað í San Diego í síðustu viku. Lögmenn í borginni áætla að tugir maka Bandaríkjamanna hafi verið handteknir á síðustu mánuðum. Engin eintaklinganna sem voru handteknir í síðustu viku höfðu brotið nokkuð af sér en ástæða handtakanna var líklega sú að vegabréfsáritun þeirra hafði runnið út á meðan umsóknin um græna kortið, varanlegt dvalarleyfi, fór sína leið í kerfinu. Þar sem ferlið getur tekið langan tíma er alþekkt að þetta gerist en fram til þessa hefur aldrei verið gripið til aðgerða gegn einstaklingum vegna þessa. Nú virðast útlendingayfirvöld hins vegar líta svo á að viðkomandi hafi brotið gegn lögum með því að dvelja lengur í landinu en heimild þeirra kvað á um. Þar með eru yfirvöld komin með vopn í hendur til að grípa til aðgerða og senda fólk úr landi. Lögmaður Paul hjónanna höfðaði mál til að koma í veg fyrir brottflutning Katie, sem yfirvöld höfðu hótað að senda úr landi án nokkurar málsmeðferðar. Henni var í kjölfarið sleppt og hefur nú fengið græna kortið. Aðrir sem sætt hafa sömu meðferð sitja enn í varðahaldi og eru óvissir um framtíð sína. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Bandaríkin Innflytjendamál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gangvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Sjá meira
„Ég þurfti að taka barnið okkar úr fangi grátandi eiginkonu minnar,“ segir hinn bandaríski Stephen Paul, sem var mættur í viðtalið með eiginkonu sinni, hinni bresku Katie Paul, og fjögurra mánaða barni þeirra. New York Times ræddi við Paul í tengslum við málið en atvikin áttu sér stað í San Diego í síðustu viku. Lögmenn í borginni áætla að tugir maka Bandaríkjamanna hafi verið handteknir á síðustu mánuðum. Engin eintaklinganna sem voru handteknir í síðustu viku höfðu brotið nokkuð af sér en ástæða handtakanna var líklega sú að vegabréfsáritun þeirra hafði runnið út á meðan umsóknin um græna kortið, varanlegt dvalarleyfi, fór sína leið í kerfinu. Þar sem ferlið getur tekið langan tíma er alþekkt að þetta gerist en fram til þessa hefur aldrei verið gripið til aðgerða gegn einstaklingum vegna þessa. Nú virðast útlendingayfirvöld hins vegar líta svo á að viðkomandi hafi brotið gegn lögum með því að dvelja lengur í landinu en heimild þeirra kvað á um. Þar með eru yfirvöld komin með vopn í hendur til að grípa til aðgerða og senda fólk úr landi. Lögmaður Paul hjónanna höfðaði mál til að koma í veg fyrir brottflutning Katie, sem yfirvöld höfðu hótað að senda úr landi án nokkurar málsmeðferðar. Henni var í kjölfarið sleppt og hefur nú fengið græna kortið. Aðrir sem sætt hafa sömu meðferð sitja enn í varðahaldi og eru óvissir um framtíð sína. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Bandaríkin Innflytjendamál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gangvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Sjá meira