Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2021 13:45 Þegar mótar fyrir nýju vegstæði Vestfjarðavegar um Mjólkárhlíð í Arnarfrði. Steinar Jónasson Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. Nýja vegstæðið séð frá Snjalleyri. Ofar í Mjólkárhlíð má sjá núverandi veg.Steinar Jónasson Þetta er hluti af fyrsta áfanga í endurbyggingu vegarins um Dynjandisheiði. Vegagerðin samdi við ÍAV um verkið, alls tíu kílómetra, sem skiptast í tvo kafla. Verktakarnir hófust handa í haust við fyrri kaflann, 5,7 kílómetra, sem nær úr Penningsdal ofan Flókalundar og langleiðina að gatnamótum Bíldudalsvegar á heiðinni. Vinna við verkhlutann Arnarfjarðarmegin hófst svo um miðjan janúar. Vinnubúðir Suðurverks við Mjólkárvirkjun. Þær voru reistar vegna Dýrafjarðarganga og nýtast núna við vegagerðina.Steinar Jónasson „Suðurverk mun sjá um stóran hluta vinnunnar þar sem undirverktaki og þeir búa í eigin vinnubúðum við Mjólkárvirkjun, þeim sömu og hýstu mannskap við gerð Dýrafjarðarganga. Það eru um 5-10 starfsmenn á þeirra vegum núna,“ segir Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Horft inn Arnarfjörð í átt að Mjólkárvirkjun.Steinar Jónasson „Vinnan hefur gengið þokkalega miðað við árstíma. Þetta hefur verið nokkuð mildur vetur hingað til samanborið við síðasta vetur og hefur ekki truflað vinnuna mikið en það hefur þó verið að færast meiri þungi í vetrarveðrið síðustu daga,“ segir Pétur, spurður um hvernig vinnan hafi gengið og hvort veður hafi truflað. Horft út Arnarfjörð í átt til Mosdals. Efst til vinstri má sjá hvar núverandi vegur liggur hátt uppi í hlíðinni fyrir Meðalnes.Steinar Jónasson Að sögn Steinars Jónassonar, stöðvarstjóra í Mjólkárvirkjun, sem tók meðfylgjandi myndir í morgun, voru Suðurverksmenn þá að fara í langt helgarfrí og búnir að gera hlé á vinnunni. Þeir hófu verkið í Mjólkárhlíð vestan við virkjunina en þar verður vegurinn færður úr hlíðinni og niður undir fjöruna. Kortið sýnir verkhlutana tvo milli Arnarfjarðar og Vatnsfjarðar.Vegagerðin Samkvæmt útboðslýsingu skal útlögn efra lags klæðingar lokið 31. ágúst 2021. Verkinu skal svo að fullu lokið 30. september 2021, eftir átta mánuði. Þar með verður komið bundið slitlag milli Ísafjarðarbæjar og Dynjanda, fyrir utan síðasta kílómetrann að fossinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í nóvember frá verkhlutanum Vatnsfjarðarmegin: Samgöngur Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Umferðaröryggi Vegagerð Tengdar fréttir Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Nýja vegstæðið séð frá Snjalleyri. Ofar í Mjólkárhlíð má sjá núverandi veg.Steinar Jónasson Þetta er hluti af fyrsta áfanga í endurbyggingu vegarins um Dynjandisheiði. Vegagerðin samdi við ÍAV um verkið, alls tíu kílómetra, sem skiptast í tvo kafla. Verktakarnir hófust handa í haust við fyrri kaflann, 5,7 kílómetra, sem nær úr Penningsdal ofan Flókalundar og langleiðina að gatnamótum Bíldudalsvegar á heiðinni. Vinna við verkhlutann Arnarfjarðarmegin hófst svo um miðjan janúar. Vinnubúðir Suðurverks við Mjólkárvirkjun. Þær voru reistar vegna Dýrafjarðarganga og nýtast núna við vegagerðina.Steinar Jónasson „Suðurverk mun sjá um stóran hluta vinnunnar þar sem undirverktaki og þeir búa í eigin vinnubúðum við Mjólkárvirkjun, þeim sömu og hýstu mannskap við gerð Dýrafjarðarganga. Það eru um 5-10 starfsmenn á þeirra vegum núna,“ segir Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Horft inn Arnarfjörð í átt að Mjólkárvirkjun.Steinar Jónasson „Vinnan hefur gengið þokkalega miðað við árstíma. Þetta hefur verið nokkuð mildur vetur hingað til samanborið við síðasta vetur og hefur ekki truflað vinnuna mikið en það hefur þó verið að færast meiri þungi í vetrarveðrið síðustu daga,“ segir Pétur, spurður um hvernig vinnan hafi gengið og hvort veður hafi truflað. Horft út Arnarfjörð í átt til Mosdals. Efst til vinstri má sjá hvar núverandi vegur liggur hátt uppi í hlíðinni fyrir Meðalnes.Steinar Jónasson Að sögn Steinars Jónassonar, stöðvarstjóra í Mjólkárvirkjun, sem tók meðfylgjandi myndir í morgun, voru Suðurverksmenn þá að fara í langt helgarfrí og búnir að gera hlé á vinnunni. Þeir hófu verkið í Mjólkárhlíð vestan við virkjunina en þar verður vegurinn færður úr hlíðinni og niður undir fjöruna. Kortið sýnir verkhlutana tvo milli Arnarfjarðar og Vatnsfjarðar.Vegagerðin Samkvæmt útboðslýsingu skal útlögn efra lags klæðingar lokið 31. ágúst 2021. Verkinu skal svo að fullu lokið 30. september 2021, eftir átta mánuði. Þar með verður komið bundið slitlag milli Ísafjarðarbæjar og Dynjanda, fyrir utan síðasta kílómetrann að fossinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í nóvember frá verkhlutanum Vatnsfjarðarmegin:
Samgöngur Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Umferðaröryggi Vegagerð Tengdar fréttir Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08
Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04
Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34