Framsókn næði ekki inn manni í Reykjavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2021 09:13 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sækist áfram eftir því að vera oddviti Framsóknar í Reykjavík suður. Þá hefur Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, lýst því yfir að hann sækist eftir oddvitasæti flokksins í Reykjavík norður en hann var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Hvorugt þeirra næði inn á þing ef kosið yrði í dag samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn næði ekki inn þingmanni í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ef kosið yrði til Alþingis nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þá mælist Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, yrði þar með fyrsti þingmaður kjördæmisins og tæki það sæti af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra og þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn í Suðvesturkjördæmi eða með 27 prósenta fylgi. Samfylkingin og Viðreisn mælast næststærst í kjördæminu og eru með jafnmikið fylgi, 15,2 prósent. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, yrði þar með áfram fyrsti þingmaður Suðvesturkjördæmis. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem nú er 2. þingmaður kjördæmisins, yrði hins vegar fjórði þingmaður þess miðað við könnunina. Oddvitar Viðreisnar og Samfylkingarinnar myndu nefnilega raða sér í sæti tvö og þrjú og Vinstri hreyfingin – grænt framboð, sem í kosningunum 2017 fékk 3. þingmann kjördæmisins, fengi nú þann fimmta. Rósa Björk Brynjólfsdóttir náði inn á þing fyrir VG í kosningum 2017 og er því 3. þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hún hefur hins vegar sagt sig úr VG og er nú gengin í Samfylkinguna. Hún sækist eftir oddvitasæti flokksins í Suðvesturkjördæmi þar sem fyrir er Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður flokksins, sem vill áfram leiða flokkinn í kjördæminu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er hætt í VG og farin í Samfylkinguna. Hún vill oddvitasæti flokksins í Suðvesturkjördæmi þar sem hún leiddi fyrir VG árið 2017.Vísir/Vilhelm Það er síðan við ramman reip að draga fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík ef marka má niðurstöður könnunarinnar. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, er nú eini þingmaður flokksins í Reykjavík en hún næði ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Hún er oddviti í Reykjavík suður og sækist áfram eftir því sæti. Þá myndi Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, ekki heldur ná inn en hann hefur lýst því yfir að hann sækist eftir oddvitasætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Þriðja sætið hefði ekki skilað Ágústi Ólafi þingsæti Í Reykjavíkurkjördæmi suður yrði Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áfram fyrsti þingmaður kjördæmisins. Þá fengi Samfylkingin tvo þingmenn í kjördæminu. Ágúst Ólafur Ágústsson var oddviti flokksins í kjördæminu í síðustu kosningum og er nú eini þingmaður Samfylkingarinnar þar. Mikill styr hefur staðið um uppstillingu flokksins í Reykjavík en líkt og greint hefur verið frá var Ágúst Ólafur ekki á meðal efstu fimm í skoðanakönnun meðal félaga í flokksins um efstu sætin í Reykjavík. Samkvæmt könnun Maskínu nú eru það einmitt fimm efstu sætin heilt yfir í Reykjavík sem næðu inn á þing fyrir Samfylkinguna. Flokkurinn fengi þannig þrjá þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður og tvo þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Eins og fjallað var um í síðustu viku var sáttatillögu Ágústs Ólafs hafnað af flokknum. Hann lagði til að hann myndi víkja úr oddvitasætinu í Reykjavík suður og taka annað sæti á listanum, sem væri þá líklegt þingsæti. Þessari tillögu hafnaði uppstillingarnefndin og bauð honum þriðja sætið sem myndi ekki skila þingsæti miðað við niðurstöður könnunarinnar. Ágúst Ólafur lýsti því í kjölfarið yfir að hann yrði ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í haust. Gögnin á bak við kjördæmin þrjú koma úr tveimur mælingum sem Maskína gerði fyrir fréttastofu, annars vegar í desember 2020 og hins vegar í janúar 2021. Fjöldi svarenda í Reykjavík suður var 557, fjöldi svarenda í Reykjavík norður var 632 og fjöldi svarenda í Suðvesturkjördæmi var 807. Þá má geta þess að listar flokkanna í þessum þremur kjördæmum fyrir þingkosningarnar í haust liggja ekki fyrir heldur er miðað við þingmenn flokkanna í dag og lista þeirra eins og þeir voru fyrir fjórum árum. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, yrði þar með fyrsti þingmaður kjördæmisins og tæki það sæti af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra og þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn í Suðvesturkjördæmi eða með 27 prósenta fylgi. Samfylkingin og Viðreisn mælast næststærst í kjördæminu og eru með jafnmikið fylgi, 15,2 prósent. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, yrði þar með áfram fyrsti þingmaður Suðvesturkjördæmis. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem nú er 2. þingmaður kjördæmisins, yrði hins vegar fjórði þingmaður þess miðað við könnunina. Oddvitar Viðreisnar og Samfylkingarinnar myndu nefnilega raða sér í sæti tvö og þrjú og Vinstri hreyfingin – grænt framboð, sem í kosningunum 2017 fékk 3. þingmann kjördæmisins, fengi nú þann fimmta. Rósa Björk Brynjólfsdóttir náði inn á þing fyrir VG í kosningum 2017 og er því 3. þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hún hefur hins vegar sagt sig úr VG og er nú gengin í Samfylkinguna. Hún sækist eftir oddvitasæti flokksins í Suðvesturkjördæmi þar sem fyrir er Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður flokksins, sem vill áfram leiða flokkinn í kjördæminu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er hætt í VG og farin í Samfylkinguna. Hún vill oddvitasæti flokksins í Suðvesturkjördæmi þar sem hún leiddi fyrir VG árið 2017.Vísir/Vilhelm Það er síðan við ramman reip að draga fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík ef marka má niðurstöður könnunarinnar. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, er nú eini þingmaður flokksins í Reykjavík en hún næði ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Hún er oddviti í Reykjavík suður og sækist áfram eftir því sæti. Þá myndi Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, ekki heldur ná inn en hann hefur lýst því yfir að hann sækist eftir oddvitasætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Þriðja sætið hefði ekki skilað Ágústi Ólafi þingsæti Í Reykjavíkurkjördæmi suður yrði Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áfram fyrsti þingmaður kjördæmisins. Þá fengi Samfylkingin tvo þingmenn í kjördæminu. Ágúst Ólafur Ágústsson var oddviti flokksins í kjördæminu í síðustu kosningum og er nú eini þingmaður Samfylkingarinnar þar. Mikill styr hefur staðið um uppstillingu flokksins í Reykjavík en líkt og greint hefur verið frá var Ágúst Ólafur ekki á meðal efstu fimm í skoðanakönnun meðal félaga í flokksins um efstu sætin í Reykjavík. Samkvæmt könnun Maskínu nú eru það einmitt fimm efstu sætin heilt yfir í Reykjavík sem næðu inn á þing fyrir Samfylkinguna. Flokkurinn fengi þannig þrjá þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður og tvo þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Eins og fjallað var um í síðustu viku var sáttatillögu Ágústs Ólafs hafnað af flokknum. Hann lagði til að hann myndi víkja úr oddvitasætinu í Reykjavík suður og taka annað sæti á listanum, sem væri þá líklegt þingsæti. Þessari tillögu hafnaði uppstillingarnefndin og bauð honum þriðja sætið sem myndi ekki skila þingsæti miðað við niðurstöður könnunarinnar. Ágúst Ólafur lýsti því í kjölfarið yfir að hann yrði ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í haust. Gögnin á bak við kjördæmin þrjú koma úr tveimur mælingum sem Maskína gerði fyrir fréttastofu, annars vegar í desember 2020 og hins vegar í janúar 2021. Fjöldi svarenda í Reykjavík suður var 557, fjöldi svarenda í Reykjavík norður var 632 og fjöldi svarenda í Suðvesturkjördæmi var 807. Þá má geta þess að listar flokkanna í þessum þremur kjördæmum fyrir þingkosningarnar í haust liggja ekki fyrir heldur er miðað við þingmenn flokkanna í dag og lista þeirra eins og þeir voru fyrir fjórum árum.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira