Veður

Víða all­hvöss austan- og norð­austan­átt

Atli Ísleifsson skrifar
Lægir heldur suðvestantil í kvöld.
Lægir heldur suðvestantil í kvöld. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir austan og norðaustanátt í dag, víða allhvassri eða hvassri, tíu til átján metrar á sekúndu, en mun hægari austan til. Dálítil él verða á landinu norðanverðu, en bjart með köflum syðra. Lægir heldur suðvestantil í kvöld.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

„Austlægari vindar á morgun og léttir smám saman til, en stöku él úti við sjávarsíðuna og áfram svipað veður á fimmtudag. Frostlaust allra syðst, en annars talsvert frost, einkum í innsveitum nyrðra.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Austlæg átt, 10-18 m/s SV-til, hvassast og lítilsháttar slydda eða snjókoma með ströndinni, en annars mun hægari vindar og bjartviðri. Frost 0 til 10 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag: Austan 8-15 m/s S-til, skýjað með köflum og frostlaust með ströndinni. Annars hæg breytileg átt, víða bjartviðri og frost 1 til 8 stig.

Á föstudag: Suðaustlæg átt og dálítil rigning eða slydda S- og V-lands og hiti yfir frostmarki, en annars hægir vindar, bjartviðri og talsvert frost.

Á laugardag: Suðlæg átt, víða rigning eða slydda með köflum og hiti yfir frostmarki, en þurrt að kalla NA-lands og vægt frost þar.

Á sunnudag og mánudag: Útlit fyrir austa- og norðaustanáttir með dálítilli snjókomu eða éljum og hita við frostmark.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×